STARFSFÓLK Á SKRIFSTOFU

Kristín Erna Arnardóttir

Kristín Erna Arnardóttir

Framkvæmdastjóri

Kristín Erna er framkvæmdastjóri AUS. Hún er harðákveðin sporðdreki sem elskar Excel og að elda.
E-mail: aus@aus.is

Þórrdís H. Guðmundsdóttir

Þórrdís H. Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

Þórdís er verkefnastjóri hjá AUS og sér um sjálfboðaliðana okkar. Hún elskar ferðalög og framandi menningu. Þórdís er með mikið jafnaðargeð sem kemur sér vel fyrir Kristínu.
E-mail: icye@aus.is

Alyona Ilina

Alyona Ilina

EVS sjálfboðaliði

Alyona an EVS volunteer at the AUS office

STJÓRN AUS

Dagný Sveinbjörnsdóttir,

Dagný Sveinbjörnsdóttir,

Formaður

Dagný fór með AUS til Mexíkó og er að eigin sögn með sjálfboðaliðapödduna, en hún hefur tvisvar ferðast sem sjálfboðaliði. Hún er söngfugl og sönglar sjóðheita suðuramerískva söngva við öll tækifæri.
E-mail: formadur@aus.is

Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir

Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir

ritari

Dagbjört fór til Nýja Sjálands sem sjálfboðaliði á vegum AUS. Hún er núna ritari í stjórninni og ritar fundargerðir eins og vindurinn. Hún er með medalíu í hraðskrift.
E-mail: stjorn@aus.is

Hans Hektor Hannesson

Hans Hektor Hannesson

Gjaldkeri

Hans fór, líkt og helmingur stjórnar, til Nýja Sjálands með AUS. Hann talar í tölum og er einstaklega sleipur í eftirhermum.
E-mail: stjorn@aus.is

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson

Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson

Meðstjórnandi

Bjarki fór til Túnis í gegnum EVS prógrammið. Hlutverk hans innan stjórnar er meðal annars alþjóðamál og tengsl AUS erlendis. Bjarki talar ensku með fimm hreimum!
E-mail: stjorn@aus.is

Paulina Neshybova

Meðstjórnandi

Paulina kom sem EVS sjálfboðaliði til Íslands og vann á skrifstofunni í ár. Hún er frá Slóvakíu og talar nokkur tungumál. Hún sinnir meðal annars stöðu yfir-mentors hjá AUS.
E-mail: stjorn@aus.is

Styrmir Gunnarsson

Meðstjórnandi

Styrmir fór líka til Nýja Sjálands með AUS en hann sinnir stöðu félagsmálatrölls AUS þar sem hann hefur yfirumsjón með skipulagningu ýmissa skemmtana á vegum AUS, enda er Styrmir einstaklega skemmtilegur.
E-mail: stjorn@aus.is

Hrafnhildur Sif Þórólfsdóttir

Varamaður

Hrafnhildur fór sem EVS sjálfboðaliði til Bosníu og Hersegóvínu. Hún er fyrrum gjaldkeri og yfir-mentor í stjórn en er nú varamaður stjórnar.
E-mail: stjorn@aus.is