STARFSFÓLK Á SKRIFSTOFU

Þórdís H. Guðmundsdóttir

Þórdís H. Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri

Þórdís er framkvæmdastjóri AUS. Hún sér um öll samskipti AUS, sjálfboðaliða og verkefni á vegum AUS.

E-mail: aus@aus.is / icye@aus.is

Konstantinos Kotzias

Konstantinos Kotzias

EVS sjálfboðaliði

Konstantinos er EVS sjálfboðaliði og vinnur hjá okkur á skrifstofunni sem verkefnastjóri. Hann kemur frá Grikklandi og var spenntur fyrir að nýta EVS tímann sinn á Íslandi þar sem hann trúir því að það verði stórkostlegt ævintýri að upplifa landið og öðruvísi menningu. Lífsmottó Konstantinos "Vertu besta útgáfan af sjálfum þér".

E-mail: evs@aus.is

Kristín Erna Arnardóttir

Kristín Erna Arnardóttir

Fjármálastjóri

Kristín Erna er fjármálastjóri AUS

E-mail: aus@aus.is

STJÓRN AUS

Hildur Sólmundsdóttir

Hildur Sólmundsdóttir

Formaður

Hildur fór á vegum AUS til Mósambík í 6 mánuði vorið 2016. Þar vann hún með munaðarlausum stelpum, aðstoðaði þær við heimanám og gerði ýmislegt skemmtilegt með þeim. Í dag vinnur hún á Keflavíkurflugvelli og æfir sig á portúgölskunni á milli þess sem hún nýtur að vera til.
„Ég stilli allar klukkurnar mínar 5 mínútum fyrr en rauntíminn er, en þrátt fyrir það næ alltaf að vera 5 mínútum of sein.“

E-mail: formadur@aus.is

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson

Gjaldkeri

Styrmir fór til Nýja Sjálands með AUS en hann sinnir nú stöðu gjaldkera stjórnar. Hann hefur verið virkur AUS-ari frá heimkomu. Hann stundar nám á viðskiptahagfræði-braut í FÁ á daginn en á kvöldinn er hann rappari.
“Dýratáknið mitt er Kóala björn. Ég elska líka ólífur”

E-mail: stjorn@aus.is

Kristófer Mustico

Kristófer Mustico

Yfir-mentor

Kristófer fór sem EVS sjálfboðaliði árið 2015 til Hollands. Hann er núna mentor og sinnir stöðu yfirmentors innan stjórnar AUS.
“Það skaðar ekki að prófa eitthvað nýtt”

E-mail: stjorn@aus.is

Björk Sigurðardóttir

Björk Sigurðardóttir

Ritari

Björk fór með AUS, ICYE til Mexico haustið 2013 og dvaldi þar í 10 mánuði. Hún er frá Ísafirði þannig að hún gat lítið starfað fyrir samtökin þegar hún flutti aftur heim en haustið 2016 hóf hún nám í lífeindafræði við Háskóla Íslands og tók ákvörðun um að taka virkan þátt í starfseminni. Björk segist vera gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk frá AUS á sínu ferðalagi og vonast til að geta opnað umræðuna um AUS og hvað við gerum, og hversu meiriháttar það er að taka þátt í svona menningarskiptum.
"Allir dagar þar sem ég get verið á náttfötunum allan daginn eru góðir dagar"

E-mail: stjorn@aus.is

Dagný Sveinbjörnsdóttir,

Dagný Sveinbjörnsdóttir,

Meðstjórnandi

Dagný fór með AUS til Mexíkó og er að eigin sögn með sjálfboðaliðapödduna, en hún hefur tvisvar ferðast sem sjálfboðaliði. Hún er söngfugl og sönglar sjóðheita suðuramerískva söngva við öll tækifæri.

E-mail: stjorn@aus.is

Sóldís Alda Óskarsdóttir

Meðstjórnandi

Sóldís fór með AUS til Kosta Ríka.

E-mail: stjorn@aus.is