Posts

Argentína

Argentína er næst stærsta landið í Suður-Ameríku og áttunda stærsta í heiminum. Buenos Aires er höfuðborgin og stærsta borg landsins. Eins og í öðrum löndum Suður-Ameríku er töluð spænska en einnig önnur evrópumál svosem ítalska, enska og þýska. Stundum er sagt að Argentínubúar tali spænsku með ítölskum hreim, en einnig er talað slangur sem er blanda af spænsku og ítölsku. Matarmenningin er blanda af pasta, rauðvíni og nautakjöti en fer líka eftir landssvæðum, til dæmis í norðurhluta landsins eru sætar kartöflur og jurtir vinsæll matur.

Argentína nær frá Andes fjöllunum í vestri og til suðurhluta Atlantshafs. Landslagið er því mismunandi.

Mikill meirihluti íbúa eiga rætur sínar að rekja til Evrópu, ólíkt öðrum þjóðum í Suður-Ameríku. Meirihluti þjóðarinn eru kaþólikkar. Fótbolti er vinsælasta íþróttin, en þjóðaríþróttinn er þó Pato sem er blanda af Póló og Körfubolta (leikmenn eru á hestum en eiga að koma boltanum í körfu). Ekki má gleyma hinum víðfræga Tangó-dansi sem á rætur sínar í Argentínu. Argentína hefur alið af sér nokkra bestu fótboltamenn heims: Lionel Messi, Diego Maradona, Carlos Tevez og Javier Zanetti.  Aðrið þekktir Argentínubúar eru Biskupinn í Róm; Frans Páfi og Che Guevera, byltingasinni.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Argentínu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  •  Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

  • Leikskólar
  • Skrifstofa Argentísku ICYE samtakanna
  • Vinna á ýmis konar barnaheimilum
  • Vinna með götubörnum
  • Vinna að því að styrkja börn sem eiga félagslega erfitt. Mismunandi eftir verkefnum en í því felst oft sköpun og skipulagning á „workshop“ fyrir krakkana.
  • Vinna í skólum
  • Skrifstofuvinna sem kemur að félagsþjónustu
  • Lífræn framleiðsla. Aðstoða við garðyrkjustörf sem stuðla að sjálfbærri þróun. Unnið með krökkum.

Verkefnin í Argentínu má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.

Gistiaðstaða:

Sjálfboðaliðarnir gista saman í þar tilgerðum sjálfboðaliðahúsum nálægt þeirra verkefni. Ef að sjálfboðaliðahúsin eru full þá gista þeir á hostelum eða host-fjölskyldum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (Reiknivélina má finna með því að smella hér) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Myndband frá einu verkefni í Argentínu

Hér má sjá myndband frá verkefninu Uniendo Caminos – A city for everyone

Heimasíða samtakanna í landinu:

Subir al sur:  http://www.subiralsur.org.ar/

Kenýa

Kenýa er land í heimsálfunni Afríku með höfuðborgina Nairobi. Íbúafjöldi í landinu öllu er yfir 40 milljónir en aðeins 4 milljónir manna hafa atvinnu, 30% þeirra eru kvenmenn. Þjóðartekjur landsins byggjast að mestu á landbúnaði og ferðamennsku.

Fyrsta tungumál Kenýabúa er þeirra eigið ættbálkatungumál en opinber tungumál eru Swahili og enska. Langflestir Kenýubúar eru kristnir en þó má finna önnur trúarbrögð innan landins.

Í Kenýa má finna “Hin stóru fimm”(“Big five”) dýr; ljón, hlébarði, nashyrningur, fíll og buffalo en í landinu er stórfenglegt dýralíf.

Kenýa er einstaklega fallegt land þekkt fyrir ótal þjóðgarða sína. En þar er einnig fallegt landslag, strendur og menning sem vert er að upplifa

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Kenýa eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Leikskóli
  • Skóli
  • Skóli fyrir fatlaða
  • Vinna í fátækrahverfum með t.d. götubörnum eða með atvinnulausum
  • Munaðarleysingjahæli
  • Handverkstæði
  • Bókasafn
  • Sérstakt verkefni sem má innleiða í ákveðin svæði(eftir þinni hugmynd)
  • Herferðir bólusetningu
  • Upplýsingafundir um getnaðarvarnir og rétta heilsugæslu
  • Sjálfboðaliði á sjúkrahúsi

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

 Heimasíða samtakanna í Kenýa

Kólumbía

Kólumbía er þriðja fjölmennasta landið í rómönsku Ameríku, á eftir Mexikó og Brasilíu. Landið er staðsett í norð-vestur horni Suður-Ameríku og á landamæri við Venezuela, Perú, Brasilíu, Ecuador og Panama.
Alls búa 48 milljón manns í Kólumbíu, og er menning Kólumbíu mjög fjölbreytt og skiptist svolítið eftir því í hvaða hluta landsins þú ert stödd/staddur.
Opinbert tungumál Kólumbíu er spænska, en 68 önnur tungumál og mállýskur eru töluð í landinu.
Höfuðborg Kólumbíu heitir Bogotá, staðsett í 2.625 metra hæð yfir sjávarmáli og alls búa tæplega 8 milljónir í borginni sjálfri.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kólumbíu með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin

  • Steps – Styttri tíma verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum og hefjast alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:
• Vinna með börnum og unglingum sem hafa átt miserfið líf
• Ungir afbrotamenn
• Skýli fyrir heimilislausa eldriborgara
• Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
• Endurhæfing fyrir fólk sem á við eiturlyfjavandamál að stríða
• Matargjöf fyrir fátæk börn, einnig er veitt pössun eða kennsla.
• Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
• Endurskipulegging hverfis með það að hugsjón að fá ungt fólk til að taka þátt.
• Samtök sem styðja við femínisma og kynjafræðslu
• Vinna með nemum á háskólastigi. Auglýsa utan skóla tómstundir og klúbba
• Kennsla fyrir ungt fólk, leiðtogaþjálfun, kynfræðsla og forvarnir gegn eiturlyfjum eru helstu áherslur.
• Félagsheimili fyrir börn
• Leikskólar
• Listamiðstöð þar sem börn eru hvött til að tjá sig með list.
• Vinna í grunnskólum og menntaskólum
• Vinna á skrifstofu ICYE í Kólumbíu

Nánar um verkefnin má finna hér: ICYE.org

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACI samtakanna í Kólumbíu: ACI

Reynslusögur:

Bjarki Már fór til Kólumbíu í Steps verkefni haustið 2015 og vann í verkefninu Fundación Colombianitos. Grein um sjálfboðastarfið hans birtist á Vísi: Hér

Nýja Sjáland

Nýja Sjáland er staðsett í suður Kyrrahafi, í um það bil 1600 kílómetrafjarlægð sunnan og austan við Ástalíu. Nýja Sjáland samanstendur af tveim megin eyjum (norður og suður eyjan) og nokkrar smærri eyjar. Heildarflatarmál Nýja Sjálands er 270.534 km2, en það er svipað af stærð og Colorado, Japan og Bretlandseyjar.

Landslag Nýja Sjálands er jafn fjölbreytt og það er glæsilegt. Allt frá hinum stórglæsilegu fjallgörðum í suðri til hinna stóru flatlenda í norðrinu. Jöklar, lækir, regnskógar og hvítar strendur.
Meiri hluti landsins liggur við ströndina sem þýðir mjög milt veðurfar, mikil sól og meðal úrkoma. Hitastig breytist eftir því hvar á landinu maður er staðsettur. Á sumrin flakkar hitinn á milli 20-30°C yfir allt landið, á veturna hinsvegar er hitinn oftast á milli 6-11°C á norður eyjunni en suður eyjan er talsvert kaldari og getur náð í -10 stiga frost.
Vert er að hafa í huga að veður getur breyst mjög snögglega í Nýja Sjálandi og er í raun ekki mjög frábrugðið því sem við upplifum hérna á Íslandi.

Á Nýja Sjálandi búa 4,4 milljón manns og koma íbúar þess allstaðar að úr heiminum. Stærstu þjóðernishóparnir eru þó Māori, Evrópskir og Asíkir.
Opinbert tungumál landsins er Enska, Māori og Ný Sjálenst táknmál. Gjaldmiðill landsins er Ný Sjálenski dollarinn og höfuðborgin er Wellington.

Hvernig fer ég þangað:
AUS býður sjálfboðaliðastörf í Nýja Sjálandi í gegnum Long term verkefnin. Lengri tíma verkefnin eru á bilinu 6 eða 12 mánuðir og er brottför í janúar og ágúst á hverju ári.

Verkefni:
• Ummönun að fötluðum.
• Kennslu verkefni
• Ummönun að börnum
• Kirkjustörf með börnum
• Ævintýragarður
• Ungmennabúðir
• Samfélagsverkefni á lítilli eyju
• Uppsetning á skála og veita ungmönnum jákvætt umhverfi
• Skógræktarverkefni

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACVE samtakanna í Nýja Sjálandi: www.acve.co.nz/

Suður-Afríka

Suður-Afríka er syðsta landið í Afríku. Landið liggur að suðurhluta Atlantshafsins og Indlandshafi og á landamæri að Namibíu, Botswana og Zimbabwe í norði og Mósambík og Svasílandi í suðri. Einnig er konungsríkið Lesotho, landlukt land í miðri Suður-Afríku.

Menning landsins er nokkuð fjölbreytt enda er þjóð landsins að fjölbreyttum uppruna (multi-ethnic).

Í landinu eru 11 opinber tungumál en enska er þó útbreiddasta tungumálið.  Mikill stöðugleiki hefur ríkt í stjórnmálum seinustu árin miðað við önnur Afríkuríki. Nelson Mandela heitin, fyrrverandi forseti og baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni, er líklegast þekktasti Suður-Afríkubúinn. Höfðaborg og Jóhannesarborg eru þekktustu borgirnar.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Suður-Afríku með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.

Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

The volunteer centre – ICYE South Africa