Tansanía er land í Austur-Afríku. Indlandshaf liggur að landinu í austri og landamæri þess liggja að Keníu, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Kongó, Sambíu, Malaví og Mósambík. Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku er að finna í Norðaustur Tansaníu. Sansibar eyjar eru vinsæll og gífurlega fallegur áfangastaður sem liggja meðfram strönd Tansaníu.  Stór hluti Viktoríuvatns, sem er stærsta stöðuvatn afríku, liggur í norðurhluta Tansaníu, en umhverfið í kringum vatnið er mjög fallegt. Landið er 947,303 fermetrar og fólksfjöldinn er um 52 milljónir og þykir því landið mjög þéttbýlt. Opinber tungumál Tanzaníu eru Swahili og enska en þar eru líka töluð tungumál frá öllum tungumálafjölskyldum Afríku.

Tansanía er fjölbreytt land og samanstendur af ýmsu m kynþáttum og þjóðfélagshópum. Inngrip Evrópskra þjóða inní Tanzaníu byrjaði á 19 öldinni þegar Þýskaland stofnaði Þýsku Austur-Afríku sem varð svo að Breskri nýlendu eftir fyrri heimstyrjöldina. Árið 1964 var svo þjóðin Tansanía sjálfstætt ríki eins og heldur því enn þann daginn í dag.

Umhverfi og dýralíf Tansaníu minnir einna helst á David Attenborough heimildarmynd eða Konung Ljónanna, allt frá fílum og blettatígrum til antilópa og bavíana. Maður þarf helst að klípa sig til að átta sig á hvað bæri á fyrir framan augun á manni, alveg hreint stórkostlegt.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Kennsluverkefni
  • Munaðarleysingjahæli
  • Félagsheimili fyrir börn sem eiga erfitt heima fyrir
  • Á heimili fyrir andlega fötluð börn
  • Í samtökum sem veita aðstoð með heimaþjónustu, heimakennslu og heilbrigiðismál
  • Í samtökum sem berjast fyrir og veita fræðslu um bætta heilbrigðisþjónustu, fyrir menntun og gegn fátækt.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Untied Planet samtakanna í Tansaníu: United Planet Tansanía