Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Vinna á leikskóla
  • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
  • Vinna með heimilislausum
  • Við náttúruvernd
  • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
  • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
  • Æfingabúðir fyrir fatlaða
  • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
  • Í endurhæfingu fyrir götustráka
  • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
  • Skjaldbökuverkefni
  • Kennsluverkefni
  • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
  • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
  • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
  • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
  • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
  • Umhverfisverkefni
  • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
  • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
  • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
  • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
  • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras 

Kenýa

Kenýa er land í heimsálfunni Afríku með höfuðborgina Nairobi. Íbúafjöldi í landinu öllu er yfir 40 milljónir en aðeins 4 milljónir manna hafa atvinnu, 30% þeirra eru kvenmenn. Þjóðartekjur landsins byggjast að mestu á landbúnaði og ferðamennsku.

Fyrsta tungumál Kenýabúa er þeirra eigið ættbálkatungumál en opinber tungumál eru Swahili og enska. Langflestir Kenýubúar eru kristnir en þó má finna önnur trúarbrögð innan landins.

Í Kenýa má finna “Hin stóru fimm”(“Big five”) dýr; ljón, hlébarði, nashyrningur, fíll og buffalo en í landinu er stórfenglegt dýralíf.

Kenýa er einstaklega fallegt land þekkt fyrir ótal þjóðgarða sína. En þar er einnig fallegt landslag, strendur og menning sem vert er að upplifa

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Kenýa eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Leikskóli
  • Skóli
  • Skóli fyrir fatlaða
  • Vinna í fátækrahverfum með t.d. götubörnum eða með atvinnulausum
  • Munaðarleysingjahæli
  • Handverkstæði
  • Bókasafn
  • Sérstakt verkefni sem má innleiða í ákveðin svæði(eftir þinni hugmynd)
  • Herferðir bólusetningu
  • Upplýsingafundir um getnaðarvarnir og rétta heilsugæslu
  • Sjálfboðaliði á sjúkrahúsi

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

 Heimasíða samtakanna í Kenýa

Nepal

Nepal eitt af fátækustu löndum í heiminum. Þar búa um 27 milljónir manna og er staðsett í Suður Asíu. Sitt hvoru megin við landið liggja Indland og Kína en miðað við þau tvö er Nepal mjög lítið.  Þrátt fyrir það býður landið upp á mikla fjölbreytni í menningu, hefðum, tungumálum og landslagi en Nepal er gríðarlega fallegt land með ríka sögu.

Meirihluti Nepalbúa eru hindúar en annars eru dæmi um margs konar trúarbrögð í Nepal. Talað er um að íbúar landsins séu afar gestrisnir, vingjarnlegir og umburðarlyndir.

Tungumál landsins eru nokkuð mörg en um 45% þjóðarinnar tala Nepali sem er hið opinbera tungumál.

Höfuðborgin, Kathmandu, er þekkt fyrir að vera borg mustera og er vinsæll ferðamannastaður. En ótalmargt er hægt að gera í Nepal og er vinsælt land sérstaklega fyrir útivistar- og fjallaáhugamenn/konur sem speyta sig á Himalaya fjöllunum (Mount Everest er hæsti toppurinn) sem spannar hluta af Nepal. En þar er einnig klaustur, þjóðgarðar og margir aðrir fallegir staðir.

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Nepal eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í kennsluverkefnum en þá vinna sjálfboðaliðar sem kennarar fyrir yngri krakka (6-13 ára) í grunnskóla. Þar er partur af verkefnunum að skipuleggja virkni fyrir krakkana s.s. listræn verkefni, leiklist eða leiki.
  • Hægt er að vinna á munaðarleysingjahælum þar sem fókusinn er á fræðslu fyrir börnin t.d. í gegnum leiki og listræn verkefni svo nokkuð sé nefnt. Sjálfboðaliðar geta kennt grunn ensku en einnig aðstoða börnin í þeirra daglega lífi.
  • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í náttúruverndarverkefnum.

Gistiaðstaða:

Fer eftir verkefnum hvað er í boði en oft er það hjá fjölskyldu, í húsnæði verkefni síns eða á hosteli í grennd við verkefnið. Ekki er sjaldgæft að þurfa deila herbergi  með öðrum sjálfboðaliðum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Ambassadors:

Það má hafa samband við Hörð Inga Árnason ef upp vakna fleiri spurningar um sjálfboðalífið í Nepal. Email: horduria@gmail.com

“Þetta var það klikkaðasta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég hugsa á hverjum degi hvenær ég fer aftur og hitti þetta frábæra fólk sem er með allt öðruvísi lifnaðarhætti en við erum vön. Lögin í almennings rútunum sem æra mann og flautið í öllum bílunum á götunni er sárt saknað eins og öllu sem Nepal hefur upp á að bjóða.”

-Hörður Ingi Árnason, Nepal 2014
Mynd efst á síðu: Hörður að kveðja börnin í verkefni hans eftir 2 mánaða dvöl í Nepal.

Heimasíða samtakanna í landinu: http://www.icyenepal.org/