Afsláttarleiðir

Fimm afsláttaleiðir í boði

Finndu fósturfjölskyldu

Á hverju ári fáum við hjá AUS 20-30 erlenda sjálfboðaliðar sem koma til Íslands til að vinna í íslensku verkefni. 

Þess vegna erum við stöðugt að leita að nýjum fjölskyldum sem vilja fá sjálfboðaliða í 6-12 mánuði. Ef þú þekkir fjölskyldu sem gæti haft áhuga skaltu segja þeim frá tækifærinu. Ef þeir verða fósturfjölskylda í 6 eða mánuði gefnum við þér 10% afslátt á ferð með AUS! 
Það kann að vera foreldrar þínir, aðrir fjölskyldumeðlimir, vinir fjölskyldunnar o.fl. Það skiptir ekki máli – eina sem skiptir máli er að þú hefur vísað þeim til AUS.

Finndu verkefni

Ef þú þekkir verkefni (leikskóla, dagvistun eða svipuð) sem hafa áhuga á að fá sjálfboðaliða sem geta veitt mat og gistingu, þá gefum við þér einnig  10% afslátt.

Ef þú hefur ferðast með okkur áður

Hefur þú ferðast með okkur áður, vinsamlegast láttu okkur vita þegar þú sækir um nýtt verkefni. Þá getur þú fengið 15% afslátt á næsta sjálfboðaliða verkefni.

Ef þú velur tvö mismunandi verkefni í sömu ferð

Ef þú hefur áhuga á STePs geturðu fengið afslátt ef þú velur að skipta tíma þínum á milli mismunandi verkefna – þetta getur líka verið í tveimur ólíkum löndum. Ef þú velur að gera þetta færðu 50.000 kr. í afslátt.

Ferðast í pörum

Hvort sem um sé að ræða vini eða kærustupar  þá fáið þið 50.000 kr afslátt ef þið ferðist saman.