Marokkó er ríki í Norður-Afríku norðvestanverðri handan Njörvasunds, 710.850 km² að flatarmáli að Vestur-Sahara meðtöldu (252.120 km²). Handan landamæranna í austri og suðaustri er Alsír, Vestur-Sahara í suðri, Atlantshafið í vestri og Miðjarðarhaf í norðri.

Casablanca er stærsta borgin, aðalhafnarborgin og miðstöð verzlunar og iðnaðar. Rabat, höfuðborgin, er næststærst. Aðrar þekktar borgir eru Fez og Marrakesh. Meirihluti þjóðarinnar eru Múslimar.

Gjaldmiðill er Dirham (1 USD = 10 Dirham) og tungumál er Arabíska en margir tala Frönsku eða Spænsku.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Marokkó með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Verkefnin hér eru mismunandi og skemmtileg en hérna má finna nokkur viðfangsefni

  • Vinna með hreyfihömluðum og þroskaskertum börnum
  • Vinna með list og skapandi greinum
  • Kennsla fyrir börn frá tekjulágum fjölskyldum
  • Vinna með fjölskyldum flóttafólks og flóttafólki
  • Íþróttakennsla fyrur börn með færri tækifæri
  • Vinna með munaðarlausum börnum

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar frönsku-kunnátta.

Þátttökugjöld:

6 eða 12 mánuðir með ICYE Long term.

(Innifalið í þátttökugjaldi er  meðal annars matur, húsnæði, tryggingar og vasapeningur á meðan að á dvöl stendur)

Staðfestingargjald er 25.000.- kr. og er hluti af upphæð þátttökugjalda

  • 6 mánuðir:   313.000.-   kr. Verð áður 570.000.- kr.
  • 12 mánuðir   480.000.- kr. Verð áður 790.000.- kr.

Steps

  • Fyrstu fjórar vikurnar    114.000.-  kr. Verð áður 160.000.- kr.
  • Hver aukavika:                16.000.-  kr. Verð áður 30.000.- kr.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Chantiers Sociaux Marocains CSM