Sumar leikar 2018 er sjálfboðaliða verkefni í 2 mánuði fyrir 12 sjálfboðaliða alls staðar að úr Evrópu.

Staðsetning  verkefnisins er Vukovar í Króatíu.

Verkefnið hefst þann 4 júlí og því lýkur þann 31 ágúst 2018.

 

Þátttakendur verkefnisins eru frá eftirfarandi löndum:

1) Ísland  2 sjálfboðaliðar

2) Spánn 3 sjálfboðaliðar

3) Kýpur 1 sjálfboðaliði

4) Georgía 1 sjálfboðaliði

5) Lettland 1 sjálfboðaliði

6) Moldóva 1 sjálfboðaliði

7) Grikkland 1 sjálfboðaliði

8) Tyrkland 1 sjálfboðaliði

9) Króatía 1 sjálfboðaliði

Listi af verkefnum sem sinnt verða á meðan á dvöl stendur:

  • Að halda og skipuleggja utandyra listasmiðju (e. outdoor art & craft workshops) fyrir börn og unglinga á eyju rétt fyrir utan borgina eða á ströndu borgarinnar.
  • Að halda og skipuleggja ICT smiðju, íþróttanámskeið, leikjanámskeið fyrir börn, tungumála smiðju og smiðju fyrir listsköpun.
  • Að halda og skipuleggja dag ungs fólks hátíðlegan 11.08.2018
  • Taka upp og búa til bíómynd um Sumarleikanna og öll þau verkefni sem í boði eru í Vukovar.
  • Skrifstofa: Búa til bæklinga fyrir verkefni eða smiðjur, taka myndir af smiðjum og búa til auglýsíngamyndbönd.
  • Stuðningur við skipulagningu – sumarnámskeiða, íþróttamót, menningarviðburði, alþjóðleg kvöld, hátíðir. Sem inniheldur innkaup, skipulagningu og flutningur nauðsynlegra hluta og fólks, skreytingar og tiltekt.
  • Aðstoða við að skipuleggja smiðjur, viðburði og námskeið. Sem og aðstoða við auglýsingar á þessum viðburðum.

Þetta verkefni gefur ungu fólki tækifæri til að starfa saman (bæði alþjóðlegir sjálfboðaliðar og innlendir) og skapa list, sem verður til sýnis á þeim viðburður sem skipulagðir eru í tengslum við stóra viðburði í borginni. Kynning á verkefnum ungs fólks er gríðarlega mikilvæg til að sýna og deila því sem þau eru að skapa og vinna með. Sjálfboðaliðar koma til með að vera þessum börnum og unglingum innan handar.

Hver sjálfboðaliði mun halda einn viðburð sem viðkomandi skipuleggur, kynnir og heldur. Svo að sjálfboðaliðinn öðlist reynslu af stjórnun og umsjón viðburða. Sjálfboðaliðinn mun fá aðstoð við þessa skipulagningu frá starfsfólki. Sjálfboðaliðinn kemur til með að nota mismunandi aðferðir í vinnu sinni og kynnist því margskonar aðferðum við skipulagningu og kynningu á verkefnum.

Gisting: Sjálfboðaliðar munu búa saman í einu húsi og deila herbergi í miðborg Vukovar. Í hverju herbergi eru 2 rúm, baðherbergi, eldhús og stofa. Séð verður fyrir handklæðum, rúmfötum, sængum og koddum en einnig er velkomið að hafa sitt eigið meðferðis, kjósi viðkomandi það fremur. Þráðlaust net er í húsinu.

Matur: Sjálfboðaliðinn fær mánaðarlega matarpening. Sjálfboðaliðinn sér sjálfur um að versla og elda sinn eigin mat.

Vasapeningar: Sjálfboðaliðinn fær vasapening greiddan hvern mánuð. Sem samsvarar 4 evrur á dag eða 124 evrur á mánuði.

Samgöngur: Séð verður fyrir flutningi á milli heimilis og vinnu. Annað hvort verður sjálfboðaliða skutlað á milli staða eða sjálfboðaliðinn fær farmiða í almennissamgöngur.

Ferðakostnaður: Sjálfboðaliðar frá Íslandi fá 530 evru ferðastyrk til þess að ferðast til og frá Króatíu. Ef sjálfboðaliði hættir í verkefni á fyrsta mánuði fær viðkomandi ekki greiddan ferðastyrkinn. Aðeins ef um eðlilegar skýringar eru á baki brotthvarfs verður styrkurinn greiddur.

Tryggingar: Sjálfboðaliðinn er fulltryggður hjá Cigna insurance. En þarf samt sem áður að taka með sér Evrópska sjúkratryggingarkortið.

Stuðningur:

Þrjár manneskjur verða sjálfboðaliðum innan handar á meðan dvöl stendur.

  1. Mentor: Veitir sjálfboðaliðanum persónulegan stuðning, við vinnuna og lærdómsferlið. Ásamt því að vera tengliður milli sjálfboðaliðans og móttökusamtakana.
  2. Yfirmaður: Sér um öll þau mál sem tengjast verkefnum sjalfboðaliðana.
  3. Verkefnastjóri: sér um yfirstjórnun með verkefninu.

Sjálfboðaliðinn

Leitast er eftir einstaklingi sem er sveigjanlegur, hugmyndaríkur, félagslyndur, þolinmóður. Sjálfboðaliðinn verður að vera áhugasamur, geta unnið í hóp og opin fyrir öðrum menningum og óhræddur að takast á við eitthvað nýtt.

Við hvetjum stelpur jafnt sem stráka á aldrinum 18-30 ára að sækja um.

 

Um borgina VUKOVAR

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um borgina á eftirfarandi vefslóðum.

http://www.turizamvukovar.hr/vukovar_eng.php#

http://www.turizamvukovar.hr/upload/plangrada.pdf

http://www.turizamvukovar.hr/upload/TZ-Vukovar-A3-Centar.jpg