Posts

Nígería

Nígería er land í vestur Afríku. Vesturhluti landsins liggur að Atlantshafi en landið liggur líka að Níger, Kamerún, Chad og Benín. Nígería er oft kölluð risi Afríku vegna fjölda íbúa og stærð hagkerfis landsinns. Nígería er fjölmennasta land Afríku og sjöunda fjölmennasta land heims. Landið nær yfir 923,768 ferkílómetra og íbúar eru yfir 180 miljón talsinns. Í Nígeríu búa yfir 500 þjóðflokkar og hver og einn þeirra hefur sín áhrif á menningu þjóðarinnar, stærstir þjóðflokkana eru Hausa, Igbo og Yoruba. Allir 500 þjóðflokkarnir tala yfir 500 tungumál en opinbert tungumál landsinns er þó enskan alkunna. Landið var undir yfirráðum Breta þangað til að það fékk sjálfstæði árið 1960, síðar gekk mikið á í landinu og borgarastyrjöld braust út á árunum 1967-70 og landið sveiflaðist svo milli þess að vera borgaralýðræði og einræðiríki en stöðugt lýðræði hefur verið frá 1999. Í  Nígeríu finnur þú allar öfgar sem þú getur hugsað þér; lífshættuleg en gullfalleg dýr, risavaxin ríkidæmi og algjöra fátækt, algjört þéttbýli í borgum og strjábýli á náttúrusvæðum og þar kynnistu menningu sem er algjör andstæða við vestræna menningu. Nígería sem áfangastaður er einn skemmtilegasti valkosturinn til að skoða í Afríku.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Nígeríu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Á leikskóla
  • Í blindrafélagi
  • Í grunnskóla
  • Hjá Rauða Krossinum
  • Á útvarpsstöð í Háskólanum í Lagos
  • Mannréttindaverkefni
  • Aðstoð í leiklistadeild í framhaldsskóla
  • Í samtökum sem veita fræðslu um HIV/AIDS og berjast fyrir misnotkun og ofbeldi
  • Hjúkrunarheimili fyrir börn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Nígería er á Facebook

Úganda

Úganda er tiltölulega lítið land miðað við önnur lönd í Afríku. Landið er staðsett í austurhluta Afríku og á landamæri við Tanzaníu, Súdan, Congó, Kenya og Rwanda. Í landinu búa um 35 milljónir manns og ríkjandi tungumál er enska, höfuðborg landsins heitir Kampala. Mikið er um náttúrufegurð í Úganda, sem dæmi má nefna Viktoríuvatn og áin Níl sem liggur í gegnum landið en bæði áin og vatnið gefa af sér frjósamt land við bakka þeirra.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Úganda með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Í Úganda er mikið af verkefnum í boði, meðal annars:

  • Á heimili fyrir aldraða
  • Vinna í grunnskólum og leikskólum
  • Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
  • Stuðningsverkefni
  • Á heilsugæslum
  • Á munaðarleysingjaheimili
  • Í skóla fyrir blind og heyrnalaus börn
  • Í umhverfisverkefni
  • Á heimili fyrir aldraða með fatlanir
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fjölskyldur fólks með HIV/AIDS eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum fyrir munaðarlaus börn með HIV eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fátæk börn
  • Í samtökum fyrir fólk, sérstaklega konur, sem eru smitaðar af HIV
  • Dýraverkefni í kennslumiðstöð um villt dýr við Viktoríuvatn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

Úganda Volunteers for Peace/ U.V.P