Indónesía er ríki í Suð-Austur Asíu og samanstendur af um það bil 14 þúsund eyjum en búið er á um það bil 6000 af þeim eyjum. Ríkið er stærsta eyríki í heimi og stærir sig af 4 mesta íbúafjölda í heimi. Höfuðborgin Jakarta er á eyjunni Java en líklegast er Balí þekktasta eyjan í Indónesíu. Menningin er mjög fjölbreytt og mismunandi eftir eyjum, enda gríðarlegur fólksfjöldi sem býr í Indónesíu og um 300 menningarhópar. Menningin er undir áhrifum frá Evrópu, Asíu og Arabískum löndum en vinsælar íþróttir eru fótbolti og badminton. Grunnurinn í matnum er oft hrísgrjón með grænmeti, kjöti, fisk eða kjúkling, maturinn oft nokkuð vel kryddaður.
Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Indónesíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum
- Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
- Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga
Verkefni:
- Vinna á leikskóla
- Enskukennsla á grunn, framhalds eða háskólastigi
- Kennsla í skóla fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára
- Vinna á heimili fyrir aldraða
- Vinna á munaðarleysingjahæli
- Heilsuverkefni sem óskar eftir læknis- eða hjúkrunarfræðinema. Verkefnið er á heilsugæslu.
- Skrifstofuvinna í móttökusamtökunum, Dejavato
- Vinna í skóla fyrir fötluð börn
- Skrifstofuvinna hjá háskóla þar sem sjálfboðaliðinn hefur umsjón með fyrirlesurum og vinnur á skrifstofu.
- Umhverfisverkefni – fræða nemendur í skólum í bænum um umhverfismál sem og aðstoða á bóndabæ
Reynslusögur:
Halla bloggaði um ævintýrið sitt í Indónesíu 2015: Halla í Indó
Heimasíða samtakanna í landinu:
Dejavato foundation: www.dejavato.or.id/