ÆVINTÝRAFERÐIR með AUS

Þú verður aldrei samur/söm.
Ef þú ert 18-30 ára þá geturðu valið úr verkefnum í rúmlega 40 löndum. Þú ferðast á staði sem þú hefðir kannski aldrei annars haft möguleika á að upplifa og aðlagast nýju samfélagi með lengri dvöl.
Alþjóðleg ungmennasamskipti eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða.
Taktu þátt í ævintýrinu. Hafðu samband strax í dag!

FÁÐU HEIMINN HEIM TIL ÞÍN

Sem fósturfjölskylda fyrir erlenda ungmenni á vegum AUS, færðu hluta af heiminum inn á heimilið. Opnaðu heimilið og hjartað og upplifðu fjölbreytileika mannkynsins. Þú gætir eignast vini fyrir lífið!
Fósturfjölskyldan opnar aðgang að íslensku samfélagi og menningu fyrir ungmenni, sem koma til lengri dvalar á vegum AUS. Það er spennandi að sjá samfélagið með augun fróðleiksfúsra, erlendra gesta, sem þrá að kynnast lífinu á Íslandi.

VILTU FÁ STARFSNEMA?

Byggjum menningarbrýr!
Ungmennin koma til Ísland til að kynnast menningu okkar, landi og þjóð og um leið leggja af mörkum í verkefni sem þau hafa brennandi áhuga á að læra um og færa nýja strauma heim með sér aftur. Ungmennin velja sér verkefni sem passar við áhugamál þeirra eða störf sem þau hafa áhuga á að leggja fyrir sig í framtíðinni.

  • Hverjir geta farið?

    Ungmenni á aldrinum 18-30 ára geta farið sem sjálfboðaliðar.
    Engin krafa er gerð um sérstaka menntun eða starfsreynslu. Hægt er að velja milli 40 landa og fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum.

    aus.is, mexikó
  • Hvenær er farið?

    Brottför er tvisvar á ári. Á tímabilinu ágúst/september og janúar/febrúar.
    Verkefnið byrjar með brottfaranámskeiði þar sem undirbúningur fyrir brottför fer fram.