FÁÐU HEIMINN HEIM TIL ÞÍN
Sem fósturfjölskylda fyrir erlenda ungmenni á vegum AUS, færðu hluta af heiminum inn á heimilið. Opnaðu heimilið og hjartað og upplifðu fjölbreytileika mannkynsins. Þú gætir eignast vini fyrir lífið!
Fósturfjölskyldan opnar aðgang að íslensku samfélagi og menningu fyrir ungmenni, sem koma til lengri dvalar á vegum AUS. Það er spennandi að sjá samfélagið með augun fróðleiksfúsra, erlendra gesta, sem þrá að kynnast lífinu á Íslandi.
VILTU FÁ STARFSNEMA?
Byggjum menningarbrýr!
Ungmennin koma til Ísland til að kynnast menningu okkar, landi og þjóð og um leið leggja af mörkum í verkefni sem þau hafa brennandi áhuga á að læra um og færa nýja strauma heim með sér aftur. Ungmennin velja sér verkefni sem passar við áhugamál þeirra eða störf sem þau hafa áhuga á að leggja fyrir sig í framtíðinni.