ENGLISH VERSION HERE
UM AUS
Alþjóðleg Ungmennaskipti, AUS, eru frjáls félagasamtök sem senda og taka á móti ungu fólki í sjálfboðaliðastörf. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk, með hugsjón án hagnaðarsjónarmiða. Hugsjón okkar er að vinna gegn fordómum með menningarskiptum ungs fólks og veita ungmennum á aldrinum 18-30 ára þaðtækifæri að upplifa nýja menningarheima á öruggan en hagstæðan hátt.
AUS er meðlimur að alþjóðasamtökunum ICYE, International Cultural Youth Exchange, en einnig taka samtökin á móti og senda sjálfboðaliða í gegn um European Solidarity Corps (ESC), sem er partur af ungmennaáætlun Evrópusambandsins.
AUS er meðlimur að alþjóðasamtökunum ICYE, International Cultural Youth Exchange, en einnig taka samtökin á móti og senda sjálfboðaliða í gegn um European Solidarity Corps (ESC), sem er partur af ungmennaáætlun Evrópusambandsins.

SAGA AUS
Upphaf Alþjóðlegra Ungmennaskipta má rekja til loka síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar prestur afþýskum uppruna, John Eberly að nafni, sem var prestur í amerísku Bræðrakirkjunni (Church of theBrethren) fékk þá hugmynd að stofna til nemendaskipta milli Bandaríkjanna og Þýskalands.Nemendaskiptin voru upphafleg hugsuð sem framlag kirkjunnar til friðar og sátta milli landannatveggja eftir seinni heimstyrjöldina. Þegar samtökin í kringum þessi ungmennaskipti voru stofnuðhlutu þau nafnið International Christian Youth Exchange. Fyrstu ungmennaskiptin voru skipulögð afBræðrakirkjunni með fjárstuðning frá menningardeild bandaríska utanríkisráðuneytisins. Árið 1957var starfið orðið það umfangsmikið að fleiri kirkjudeildir í Bandaríkjunum gengu til samstarfs. FleiriEvrópulönd komu brátt að starfseminni og stofnun svokallaðra þjóðnefnda (e. national committees)var mikilvægt skref í þróun samtakanna. Þær leiddu til þess að sjálfstæði skapaðist um samtökin íhverju landi.

Ungmennaskiptin við Ísland hófust árið 1961. Þá fóru 9 skiptinemar frá Íslandi til Bandaríkjanna ogÍsland tók við 3 skiptinemum frá Bandaríkjunum. Ungmennaskiptin voru þá á vegum Þjóðkirkjunnarog voru æskulýðsfulltrúar hennar ábyrgðaraðilar samtakanna. Í upphafi hafði séra Ólafur Skúlasonumsjón með nemendaskiptunum, sem þáverandi æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, en við af honum tókséra Hjalti Guðmundsson. Árið 1965 stofnuðu heimkomnir skiptinemar félag sem fékk nafniðKristileg alþjóðleg ungmennaskipti, skammstafað KAUS. Félagið stofnuðu þau vegna áhuga á aðhalda tengslin sín á milli, eiga samskipti við erlendu skiptinemana sem hingað komu og taka þátt íýmsum samfélagslegum verkefnum. Þau deildu einstakri reynslu og vildu miðla henni áfram eftir aðheim var komið.
AUS hefur starfað með svipuðum hætti í áranna rás og tekið á móti fjölda sjálfboðaliða ár hvert ogsent um það bil 10-20 Íslendinga að utan. Starfið byggir að miklu leyti á sjálfboðinni vinnu og þáaðallega frá heimkomnum sjálfboðaliðum, en því til viðbótar hefur að jafnaði einn fastur starfsmaður
unnið á skrifstofu samtakanna í Reykjavík. Árið 1996 hófu samtökin að nýta styrkjaáætlunframkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nánar tiltekið þann hluta sem kallast European SolidarityCorps (ESC). Sú áætlun styrkir sjálfboðaverkefni innan Evrópu og eru þau því nánast ókeypis fyrirungt fólk sem vill nýta sér það.
