ÆVINTÝRAFERÐIR með AUS

Þú verður aldrei samur/söm.
Ef þú ert 18-30 ára þá geturðu valið úr verkefnum í rúmlega 40 löndum. Þú ferðast á staði sem þú hefðir kannski aldrei annars haft möguleika á að upplifa og aðlagast nýju samfélagi með lengri dvöl.
Alþjóðleg ungmennasamskipti eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða.
Taktu þátt í ævintýrinu. Hafðu samband strax í dag!

FÁÐU HEIMINN HEIM TIL ÞÍN

Sem fósturfjölskylda fyrir erlenda ungmenni á vegum AUS, færðu hluta af heiminum inn á heimilið. Opnaðu heimilið og hjartað og upplifðu fjölbreytileika mannkynsins. Þú gætir eignast vini fyrir lífið!
Fósturfjölskyldan opnar aðgang að íslensku samfélagi og menningu fyrir ungmenni, sem koma til lengri dvalar á vegum AUS. Það er spennandi að sjá samfélagið með augun fróðleiksfúsra, erlendra gesta, sem þrá að kynnast lífinu á Íslandi.

VILTU FÁ STARFSNEMA?

Byggjum menningarbrýr!
Ungmennin koma til Ísland til að kynnast menningu okkar, landi og þjóð og um leið leggja af mörkum í verkefni sem þau hafa brennandi áhuga á að læra um og færa nýja strauma heim með sér aftur. Ungmennin velja sér verkefni sem passar við áhugamál þeirra eða störf sem þau hafa áhuga á að leggja fyrir sig í framtíðinni.

Auglýsingar

AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti

Frjáls félagasamtök sem vinna gegn fordómum m.a. með menningarskiptum ungs fólks í sjálfboðaliðastarfi erlendis. AUS is an international, non-governmental, youth exchange organisation that provides youth mobility, intercultural learning and international voluntary service opportunities, that helps to promote intercultural awareness and non-formal learning.
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti23/05/2018 @ 1:20
Last month we had the chance to host the second transnational meeting of Star - E project. Star - E is a European partnership project for development of innovation. Its aim is to bring together 10 partner organizations from 10 different European countries to work together against racism and undergo a self - critical reflection and change process.

For 3 days, participants from Iceland, Germany, Russia, France, Denmark. United Kingdom, Austria, Italy, Slovakia and Finland together with our great team of trainers worked on the topics of racism, xenophobia, prejudice and exclusion. The outcomes were excellent and all representatives returned home with useful insight, a proposed framework for structuring further change process their organizations and tested tools. We would like to thank everyone for taking part in this activity and coming to Iceland, and we are already looking forward to the next meeting. Takk fyrir!

More info about this KA2, funded by Erasmus+, can be found here : https://star-e.icja.de/

#STAR_E #Erasmusplus
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti18/05/2018 @ 22:55
Ætlar þú að týna arfa í sumar? Komdu heldur með til Króatíu og aðstoðaðu við að skipuleggja viðburði fyrir ungt fólk! Sjálfboðavinna á fullum styrk!

https://aus.is/sumarleikar-2018-kroatia/

Sendu okkur línu hér á Facebook fyrir frekari upplýsingar.
Eða nýttu þér hefðbundnu leiðina og sendu póst á aus@aus.is eða í síma 517 7008.
#ausmoment #Hvaðætlarþúaðgeraísumar
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti05/05/2018 @ 4:02
AUS hefur náð að lækka hjá sér verð á öllum ferðum á vegum félagsins. Allt að 50% lækkun! Núna er tíminn til að leggja land undir fót og ferðast á framandi slóðir og láta gott af sér leiða!

Fyrir frekari upplýsingar:
https://aus.is/laekkud-verd-hja-aus/
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti27/04/2018 @ 7:38
Aðeins 4 dagar til stefnu!
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti20/04/2018 @ 1:27
Nú fer hver að vera síðastur! Aðeins 3 dagar til stefnu! Ekki láta þetta frábæra tækifæri fram hjá þér fara! Hafðu samband í síma 517 7008 eða með því að senda tölvupóst í aus@aus.is fyrir frekari upplýsingar!
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti
AUS- Alþjóðleg ungmennaskipti19/04/2018 @ 0:26
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir EVS sjálboðastarf í Finnlandi
Lyhyt RY eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónamiða. Þau einbeita sér að því að veita húsnæði og starfsumhverfi fyrir fullorðna einstaklinga með þroska og lærdóms örðugleika. Sjálfboðaliðar koma til með að starfa á vinnustofum félagsins.
🤗
Hlutverk og kröfur sjálfboðaliðans eru mismunandi á milli vinnustofa, en í öllum vinnustofum er góð samskiptahæfni og áhugi að vinna með fólki með sérþarfir skilyrði.
👨‍💻👩‍💻
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið hér:
https://maailmanvaihto.fi/en/volunteer-in-finland/evs-available-projects/
📧📝
Sótt er um verkefnið með því að fylla út umsóknareyðublaðið sem finna má á vefslóðinni hér fyrir neðan og senda það svo til okkar á tölvupóstfangið aus@aus.is.
https://drive.google.com/file/d/1U_D1s0SZpjBN6dgz3LiP9sXcLlcMCPn7/view?usp=sharing
☎️📬
Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 517 7008 eða senda okkur tölvupóst á aus@aus.is
📅📌
Umsóknarfrestur er til 22 april 2018
 • Hverjir geta farið?

  Ungmenni á aldrinum 18-30 ára geta farið sem sjálfboðaliðar.
  Engin krafa er gerð um sérstaka menntun eða starfsreynslu. Hægt er að velja milli 40 landa og fjöldan allan af fjölbreyttum verkefnum.

  aus.is, mexikó
 • Hvenær er farið?

  Brottför er tvisvar á ári. Á tímabilinu ágúst/september og janúar/febrúar.
  Verkefnið byrjar með brottfaranámskeiði þar sem undirbúningur fyrir brottför fer fram.

  aus.is, mexikó