Tógó er tiltölulega lítið land í Vestur-Afríku, með landamæri að Búrkína Fasó, Benín og Gana. Höfuðborgin, Lomé, liggur svo við ströndina við Gíneuflóa. Um það bil 6,7 milljónir búa í landinu. Landið er hitabeltisland og liggur sunnan Sahara. Helsta tekjulind þjóðarinnar er landbúnaður og helstu útflutningsvörur eru kakó, kaffi og bómull. Yfirlýst móðurmál landsins er franska, en Tógó er fyrrverandi frönsk nýlenda. Aftur á móti tala flestir íbúar líka ýmis mál frumbyggja.

Strandlengja Tógó er þekkt sem Þrælaströndin, en á 16. til 18. öld var landssvæðið í kring þekktur verslunarstaður Evrópubúa á þrælum. Í enda 19.aldar lýsti Þýskaland yfir Tógo sem verndarríki, en eftir fyrri heimstyrjöldina fluttust yfirráð Þýskalands yfir Tógó til Frakklands. Árið 1960 varð landið sjálfstætt ríki frá Frakklandi og varð að Lýðveldinu Tógó. Eftir valdarán hersins 1967 varð Gnassingbé Eyadéma forseti og sat á forsetastól í 38 ár, allt til dauðadags árið 2005, en þá tók sonur hans við forsetaembættinu.

Fótbolti er vinsælasta íþróttinn í landinu. Trúarbrögð eru mismunandi eftir þjóðflokkum en mörg trúarbrögðin ganga út á andatrú, þar sem trúin er með áherslu á að andar búa í plöntum, dýrum og öðru.

 

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Tógó með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
  • Steps, styttri tíma verkefnin, eru í boði frá 2 vikum til 16 vikna. Verkefnin hefjast alla mánudaga.

Verkefni:

Verkefnin í Tógó eru mörg og mismumandi. Dæmi um verkefni eru:

  •             Kennsluverkefni
  •             Vinna á skrifstofu samtakanna
  •             Íþróttaverkefni
  •             Vinna á leikskóla
  •             Vinna með þroskahömluðum
  •             Á munaðarleysingjaheimili

Fleiri verkefni og nánari útlistun á verkefnum má finna í gagnagrunni ICYE með því að smella hér

           

Þátttökugjöld:

6 eða 12 mánuðir með ICYE Long term.

(Innifalið í þátttökugjaldi er  meðal annars matur, húsnæði, tryggingar og vasapeningur á meðan að á dvöl stendur)

Staðfestingargjald er 25.000.- kr. og er hluti af upphæð þátttökugjalda

  • 6 mánuðir:   570.000.-   kr.
  • 12 mánuðir   790.000.- kr.

Steps

  • Fyrstu fjórar vikurnar    160.000.-  kr.
  • Hver aukavika:                30.000.-  kr.