Að gerast fósturfjölskylda

Með því að opna heimili sitt fyrir sjálfboðaliða erlendis frá gefst tækifæri til að kynnast menningu og samfélagi annarrar þjóðar. Á sama tíma hjálpa sjálfboðaliðanum að kynnast íslenskri menningu og tungu. Stundum læra gestgjafarnir tungumál sjálfboðliðans, líkt og hann lærir íslensku. Besta leiðin fyrir sjálfboðaliða til að kynnast íslensku samfélagi og tungu er að hafa fósturfjölskyldu. Oft myndast varandi vinasamband milli sjálfboðaliða og fósturfjölskyldu.

Fyrstu dagana er flest allt nýtt fyrir sjálfboðaliðanum. Hann er oft þreyttur eftir ferðalag sitt og/eða nýkominn af móttökuráðstefnu AUS. Hann getur verið óöruggur vegna nýrra aðstæðna og tungumáls, en um leið spenntur, forvitinn og jákvæður rétt eins og fjölskyldan sem tekur á móti honum.

Til að byrja með geta viðbrögðin verið margvísleg. Sumir fá svolitla heimþrá og byrja á því að skrifa heim, aðrir lokast og segja ekki mikið í fyrstu eða sofa bara fyrstu dagana. Til að sjálfboðaliðanum líði eins og heima hjá sér sem fyrst, er ágætt að sýna honum umhverfið ítarlega (húsið, hverfið, næstu strætisvagnastoppistöð, verlsun og slíkt). Einnig er gagnlegt að kynna strax þær umgengnisreglur sem gilda á heimilinu, því oft er það sem okkur þykir sjálfsagt ekki endilega sjálfsagt í öllum heiminum. Ennfremur er gott að nýi fjölskyldumeðlimurinn viti hvað hann má gera og hvað ekki og til hvers er ætlast af honum – svo sem vaska upp eftir sig eða setja þvo þvottinn sinn. Í hverri fjölskyldu geta komið upp vandamál. Þó að það geti verið mjög flókið að tala um erfitt mál við einhvern sem talar ekki alveg íslensku, þá er samt nauðsynlegt að þið reynið fyrst að ræða málið ykkar á milli, áður en leitað er til okkar.

Varla þarf að taka fram að allir eiga eins og hægt er að tala íslensku við sjálfboðaliðann. Tungumálið er lykillinn að íslensku samfélagi.
Sem þátttakendur í ungmennaskiptum ættu fóstufjölskyldur að stefna að því:

  • að vera tilbúnir að læra nýja siði og hefðir
  • að takast á við þarfir, vonir og hræðslu sjálfboðaliðans með virðingu. “Aðgát skal höfð í nærveru sálar”.
  • að vera tilbúnir að aðlagast aðeins lífsháttum sjálfboðaliðans.
  • að reyna að skilja mismuninn á menningu og persónu þeirra og sjálfboðaliðans.
  • að gera sjálfboðaliðanum kleift að taka þátt í öllu því sem honum er gagnlegt til að uppfylla markmið verkefnis hans

Það sem fósturfjölskyldur ættu ekki að ætlast til:

  • Að sjálfboðaliðinn passi strax fullkomlega inn í samfélagið eða sætti sig skilyrðislaust við allar þeirra ákvarðanir.
  • Að allir sjálfboðaliðar séu eins.
  • Að sjálfboðaliðinn sé ódýrt vinnuafl.
Allir gera orðið fósturfjölskylda

Allar tegundir fjölskyldna geta orðið fósturfjölskylda!

Fjölskyldan getur verið stór eða smá, með eða án barna, ung eða eldri, með heimilisfang út á landinu eða í borginni, í íbúð eða í húsi. Það mikilvægasta er að þú viljir opna heimili þitt fyrir sjálfboðaliðann. Þess vegna leitum við ekki aðeins að kjarnafjölskyldum í hefðbundnum skilningi heldur öllum tegundum fjölskyldna.

Léleg enska, sjálflærð franska eða 10. bekkjar þýska. Við gerum engar kröfur um tungumálakunnáttu þína, og flókið erlend tungumál er því ekki forsenda þess að verða gestgjafi. Sjálfboðaliðinn mun taka þátt í íslensku námskeiði og þú munt einnig gegna stórum hluta í að kenna sjálfboðaliðanum íslensku, málfræðilegum undantekningar og Æ, Ð, Þ. Það getur verið áskorun fyrir bæði þig og sjálfboðaliðann, en á sama tíma mjög gefandi og skemmtilegt.

Hefur áhuginn aukist og viltu frekari upplýsingar? Hafðu samband við skrifstofuna og við munum svara öllum spurningum þínum. Við getum sent þér bæklinginn okkar um að verða fósturfjölskylda, þar sem við höfum lýst öllu frá hlutverki fjölskyldunnar og möguleika sjálfboðaliðans svo einnig hagnýtar upplýsingar. 

Hafðu samband við okkur á  aus@aus.is eða í síma 517 7008.

Tilgangur

Sem fósturfjölskylda ertu mjög náinn ungu fólki frá öðru landi og annarri menningu. Saman, munu þið öðlast góða reynslu, lenda í áskorunum og öðlast þekkingu sem þú getur ekki fengið annarstaðar. Þetta á við um bæði þig sem gestgjafi, en einnig börnin þín sem hafa viðbótarbróður eða systur.

Sem gestgjafi fá börnin betri skilning á kínverskum fjölskyldusamsetningu, suður-evrópska skapi eða lífskjörum í Ghana. Þeir geta einnig bætt sig í erlendu tungumáli og fengið hjálp frá frönskum, þýskum, japönskum eða enskum sjálfboðaliðum.

Sjálfboðaliðinn verður hluti af fjölskyldu þinni í góðu og illu. Þetta þýðir að sjálfboðaliðið verður eins og bróðir eða systir fyrir börnin þín, vinur eða fyrirmynd fyrir unglingana þína, aukalega hjálparhönd í eldhúsinu. Reynsla okkar er sú að margar fósturfjölskyldur og sjálfboðaliðar þeirra tengjast nánu vináttuböndum sem endar ekki endilega vegna þess að sjálfboðaliðinn lýkur dvöl sinni á Íslandi.

AUS er alþjóðlegt félag þar sem þú sem fósurfjölskylda er virkur þáttur í.

Hlutverk fósturfjölskyldunnar

Þegar þú færð sjálfboðaliðann verður þú að halda áfram að vera sú fjölskyldan sem þú varst!

Þú ættir ekki að breyta matarvenjum þínum, starfshlutfalli eða æfingum, heldur skal sjálfboðaliðinn vera hluti af daglegu lífi þínu. Það er mikilvægt að þú horfir á sjálfboðaliðann sem nýjan fjölskyldumeðlim, því það er erfitt fyrir sjálfboðaliðinn að líta á sig sem gestur í þetta langan tíma. Að auki er erfitt fyrir fjölskyldan að líða eins og gestgjafar eins lengi og dvölin stendur.

Að kynna íslenka siði og venjur sem og íslenskan mat er mikilvægur partur af hlutverki þínu sem fósturfjölskylda. Margar fósturfjölskyldur segja í þessu samhengi að vera fósturfjölskylda hafi gefið þeim nýja sýn á íslenskum venjum og hefðum sem eru taldar vera sjálfsagðar. 

Lestu meira um reynslu Matthildar um að vera fósturfjölskylda hér.

Sjálfboðaliðinn er á Íslandi í 6 eða 12 mánuði og það besta er að þú getur verið fósturfjölskyldunnar  út allt tímabilið. Ef þetta er ekki möguleiki má þó einnig stytta tímann – þó að lágmarki í 6 mánuði.

Við bjóðum einnig upp greiðslur á mánuði fyrir máltíðir og gistingu sem reiknast af neysluviðmiði Velferðaráðuneytisins.

Algengar spurningar

Þegar sjálfboðaliðinn kemur inn á heimilið, hverju má búast við?

Það virðit alltaf erfitt við fyrstu sýn að taka nýjan einstakling inn á heimilið en það er oft að minnsta kosti jafn erfitt fyrir hinn nýja meðlim að koma inn á heimilislíf annara, sérstaklega langt frá heimalandi sínu. Þar fyrir utan er mjög mikið um að vera fyrstu dagana svo að eiginleg kynning hefjast ekki fyrr en seinna. Fyrsta daginn er hann þreyttur eftir ferðalag sitt og oft mjög óöruggur vegna nýs tungumáls og sambandleysis. Um leið er hann spenntur, forvitinn og jákvæður alveg eins og þið sem takið á móti honum. Algengt er að sjálfboðaliðinn finni fyrir heimþrá, sem gæti leitt til þess að sjálfboðaliðinn lokist og segi ekki mikið í fyrstu aðrir sofa mikið fyrstu dagana. Til að honum liði eins og heima hjá sér sem fyrst, er ágætt að sýna honum umhverfið ítarlega (húsið, umhverfið, hvernig strætó vikar o.s.frv.) Einnig er gagnlegt að kynna strax umgegnisreglur þær sem gilda á heimilinu, því oft er það sem okkur þykir sjálfsagt sem er ekki endilega sjálfsagt í öðrum menningum. Ennfremur er gott að nýi fjölskyldumeðlimurinn viti hvað hann má gera og hvað ekki og hvað er ætlast til af honum.

Hvað skal gera þegar upp koma vandamál?

Í hverri fjölskyldu geta komið upp vandamál, þó að það geti verið mjög flókið að tala um erfitt mál við einhvern sem talar ekki alveg íslensku, þá er samt nauðsynlegt að þið reynið fyrst að ræða við sjálfboðaliðann, áður en þið leitið til okkar. Þannig ætlumst við líka tl af honum að hann reyni að fyrst að tala við ykkur áður en hann kemur til okkar. AUS aðstoðar við öll þau vandamál sem koma upp og aðstoðar fjölskylduna að finna farsæla lausn.

Hvað gerir sjálfboðaliðinn árið sem hann er á landinu?

Fólk sem kemur til Íslands á vegum AUS er á aldrinum 18-30 ára og leggur það fram krafta sína til góðra mála, þ.e. vinnur ólaunaða sjálfboðavinnu. AUS er því frábrugðið öðrum skiptinema-samtökum að því leyti að ekki er um námsmannaskipti að ræða. Um er að ræða 6-12 mánaða dvöl þar sem fólk tekur beinan þátt í samfélaginu sem það býr í, með vinnuframlagi sínu. Það er komið til að kynnast landi og þjóð og ættu flestir að hafa áhuga á að læra íslenska tungu. Vinna sjálfboðaliðar á vegum AUS í ýmiskonar verkefnum, sumir fara á bóndabæi, aðrir vinna með fötluðum, elliheimilum, Rauða krossinum.

Hvað tekur AUS á móti mörgum sjálfboðaliðum á ári?

Sjálfboðaliðar sem koma á vegum AUS eru oftast á bilinu 15-30 á ári. Flestir koma í lok ágúst en einnig tökum við á móti sjálfboðaliðum í lok janúar.