Filippseyjar er ríki í Asíu sem samanstendur af 7107 eyjum. Kristni er stærsta trúin, og móðurmálin eru filipínó og enska.  Veðrið er frekar stöðugt yfir árið, meðalhiti 26,6 gráður á celsíus. Kaldasti mánuðurinn er í janúar en sumarið er frá Mars til Maí. Júní til Október er rigningar- og hvirfilbylatímabil.

Um 92 milljónir manna búa á Filippseyjum, sem gerir landið 12 fjölmennasta ríki í heimi. Menningin í landinu er því fjölbreytt. Vinátta og fjölskylda er mjög mikilvæg ásamt að vera trúrækin og gestrisin. Maturinn er fjölbreyttur, til dæmis mikið um svínakjöt og hrísgrjón. Eyjarnar voru um tíma spænsk nýlenda og er því hluti af menningunni undir áhrifum frá spænskri menningu.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf á Filipseyjum með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Dæmi um verkefni á Filippseyjum:

  • Kennsluverkefni
  • Vinna á skrifstofu samtakanna
  • Vinna í samtökum heyrnalausra
  • Barnaverefni
  • Vinna í skóla, t.d við enskukennslu og aðstoða við ýmis störf

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.