Entries by Þórdís Guðmundsdóttir

Ekvador

Ekvador er land í Suður-Ameríku með landamæri að Perú og Kólumbíu en einnig liggur stór hluti landsins við Kyrrahafið. Landið er lýðveldi, og nefnist á ensku The Republic of Ecuador, eða lýðveldið við Miðbaug en landið liggur við miðbaug jarðar. Þrátt fyrir það er veðurfar landsins fjölbreytt og sama má segja um landslagið, allt frá sólríkum ströndum, Amazon frumskógum og til Andesfjallana, en einnig eru eyjur við landið, Galapagos eyjur.

Opinbert tungumál landsins er spænska en einnig Quechua og er gjaldmiðill landsins Bandaríski dollarinn. Höfuðborgin er Quioto.

Íbúar Ekvador eru að meirihluta kristinnar trúar, eru upp til hópa mikið fjölskyldufólk en þorri landsins er fátækur. Grænmeti og ávextir er vinsæl fæða enda mikið sem vex af því í fjölbreyttu vistkerfi. Einnig er fiskmeti mikið á borðum heimila enda auðvelt að verða sér úti um fersk hráefni.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Ekvador með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Lengri tíma verkefni:
• Í miðstöð fyrir mæður á unglingsaldri, 11-18 ára.
• á útvarpsstöð.
• í leikhúsi.
• á leikskólum.
• Við kennslu í skólum, t.d. við enskukennslu, með fötluðum börnum, með götustrákum
• Í miðstöðvum fyrir götubörn.
• Á skrifstofu VASE sjálfboðaliðasamtakanna
• Að kenna fötluðum börnum tónlist
• Á Munaðarleysingja- og áfangaheimilum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Við Náttúruvernd
• Í skýli fyrir börn, fullorðna og eldri borgara
• Vinna með fötluðum börnum og hestum, kenna börnum að umgangast hesta.

Styttri tíma verkefni:
• Í skólum og leikskólum
• Með fötluðum börnum, í skólum og á heimilum.
• Með götubörnum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Á skrifstofu sjálboðaliðasamtakanna VASE
• Á Áfangaheimili fyrir unglingsstelpur sem eru fórnarlömb kynferðisafbrota
• Á heimili fyrir eldri konur
• Félagsheimili fyrir börn og ungt fólk

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Vase samtakanna í Ekvador: www.volunteervase.org/

Nýja Sjáland

Nýja Sjáland er staðsett í suður Kyrrahafi, í um það bil 1600 kílómetrafjarlægð sunnan og austan við Ástalíu. Nýja Sjáland samanstendur af tveim megin eyjum (norður og suður eyjan) og nokkrar smærri eyjar. Heildarflatarmál Nýja Sjálands er 270.534 km2, en það er svipað af stærð og Colorado, Japan og Bretlandseyjar.

Landslag Nýja Sjálands er jafn fjölbreytt og það er glæsilegt. Allt frá hinum stórglæsilegu fjallgörðum í suðri til hinna stóru flatlenda í norðrinu. Jöklar, lækir, regnskógar og hvítar strendur.
Meiri hluti landsins liggur við ströndina sem þýðir mjög milt veðurfar, mikil sól og meðal úrkoma. Hitastig breytist eftir því hvar á landinu maður er staðsettur. Á sumrin flakkar hitinn á milli 20-30°C yfir allt landið, á veturna hinsvegar er hitinn oftast á milli 6-11°C á norður eyjunni en suður eyjan er talsvert kaldari og getur náð í -10 stiga frost.
Vert er að hafa í huga að veður getur breyst mjög snögglega í Nýja Sjálandi og er í raun ekki mjög frábrugðið því sem við upplifum hérna á Íslandi.

Á Nýja Sjálandi búa 4,4 milljón manns og koma íbúar þess allstaðar að úr heiminum. Stærstu þjóðernishóparnir eru þó Māori, Evrópskir og Asíkir.
Opinbert tungumál landsins er Enska, Māori og Ný Sjálenst táknmál. Gjaldmiðill landsins er Ný Sjálenski dollarinn og höfuðborgin er Wellington.

Hvernig fer ég þangað:
AUS býður sjálfboðaliðastörf í Nýja Sjálandi í gegnum Long term verkefnin. Lengri tíma verkefnin eru á bilinu 6 eða 12 mánuðir og er brottför í janúar og ágúst á hverju ári.

Verkefni:
• Ummönun að fötluðum.
• Kennslu verkefni
• Ummönun að börnum
• Kirkjustörf með börnum
• Ævintýragarður
• Ungmennabúðir
• Samfélagsverkefni á lítilli eyju
• Uppsetning á skála og veita ungmönnum jákvætt umhverfi
• Skógræktarverkefni

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACVE samtakanna í Nýja Sjálandi: www.acve.co.nz/

Suður-Afríka

Suður-Afríka er syðsta landið í Afríku. Landið liggur að suðurhluta Atlantshafsins og Indlandshafi og á landamæri að Namibíu, Botswana og Zimbabwe í norði og Mósambík og Svasílandi í suðri. Einnig er konungsríkið Lesotho, landlukt land í miðri Suður-Afríku.

Menning landsins er nokkuð fjölbreytt enda er þjóð landsins að fjölbreyttum uppruna (multi-ethnic).

Í landinu eru 11 opinber tungumál en enska er þó útbreiddasta tungumálið.  Mikill stöðugleiki hefur ríkt í stjórnmálum seinustu árin miðað við önnur Afríkuríki. Nelson Mandela heitin, fyrrverandi forseti og baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni, er líklegast þekktasti Suður-Afríkubúinn. Höfðaborg og Jóhannesarborg eru þekktustu borgirnar.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Suður-Afríku með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.

Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

The volunteer centre – ICYE South Africa

Ghana

Ghana er land í Vestur-Afríku og er með landamæri að Búrkína Fasó, Fílabeinsströndinni og Tógó með Gíneuflóa í suðri. Ghana er sirka 240.000 ferkílómetrar og íbúafjöldi um 24 milljónir.

(more…)

Suður-Kórea

Lýðveldið Suður-Kórea (Taehan Min’guk) er annað tveggja landa á Kóreuskaganum í Asíu. Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 99.274 km² og það nær yfir u.þ.b. 45% Kóreuskagans. Höfuðborg landsins er Seúl (Seoul).

(more…)