Bólivía er land í miðri Suður-Ameríku og er landlukt land, með landamæri að Brasilíu, Perú, Chile, Paragvæ og Argentínu. Stór hluti landsins liggur í Andes fjallgarðinum. Bólivía er eitt af fátætustu löndum í Suður-Ameríku þar sem um 60% þjóðarinnar býr við fátækt. Landið var lengi spænsk nýlenda og þar er spænska opinbert tungumál ásamt 36 öðrum tungumálum þjóðflokka.
Menning í Bólivíu er fjölbreytt en á rætur sínar að rekja til mismunandi þjóðflokka en einnig er menningin undir áhrifum annarra landa í Rómönsku Ameríku sem og spænskrar menningar eftir að hafa verið nýlenda. Mikil þjóðtrú er í landinu, með ýmsum fornum sögum og hjátrú.
Alpaca er líklega það dýr sem flestir tengja við Bólivíu en í landinu má finna mjög fjölbreytt dýralíf. Landslagið er einkar fallegt og fjölbreytt, þar sem landið nær frá hálendi til láglendis. Hinar vinsælu saltsléttur er líklegast þekktasti ferðamannastaðurinn í Bólivíu ásamt dauðaveginum sem margir hjóla. Mikið er um fornar rústir og er saga landsins merkileg.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Bólivíu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Lengri tíma verkefnin í Bólivíu er ótrúlega mörg, spennandi og fjölbreytt. Styttri tíma verkefnin eru færri. Nokkur dæmi um verkefni eru:

  • Mannréttindaverkefni
  • Vinna á skrifstofu ICYE í Bólivíu
  • Munaðarleysingjaheimili
  • Heilsuverkefni
  • Verkefni með þroskahömluðum
  • Samfélagsverkefni
  • Listaverkefni
  • Vinna með heimilislausum
  • Vinna með öldruðum
  • Vinna með minnihlutahópum
  • Kvennaverkefninum

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér