Brasilía er fjölmennasta land rómönsku ameríku og jafnframt stærsta landið í Suður-Ameríku, en það er staðsett á austurströnd S-A. Landið skiptist í fimm svæði, og er hvert öðru ólíkt. Þar búa um það bil 180 milljónir og er menningin mjög litrík og fjölbreytt. Opinbert tungumál Brasilíu er portúgalska, sem hefur þó sinn sérstæða hreim svo heimamenn vilja frekar kalla það brasilísku.

Höfuðborg Brasilíu heitir Brasilía og er þekkt fyrir sérstæðan arkitektúr sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Með stærri borgum í Brasilíu eru svo Rio de Janeiro og Sao Paolo. Sao Paolo er stærsta borgin en Rio de Janeiro er líklegast sú frægasta, þekktust fyrir mikið næturlíf, samba, carnival og fótbolta.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Brasilíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga.

Verkefni:

  • Í grunnskóla
  • Hjá KFUM og K við ýmis námskeið
  • Á frístundaheimili
  • Með götubörnum
  • Við kennslu fyrir fötluð börn
  • Vinna með borgarráði í borginni Forquilinha við ýmis verkefni
  • Heimili fyrir börn sem berjast við ýmis vandamál; veikind, fátækt eða annað
  • Vinna í háskóla