Bólivía

Bólivía er land í miðri Suður-Ameríku og er landlukt land, með landamæri að Brasilíu, Perú, Chile, Paragvæ og Argentínu. Stór hluti landsins liggur í Andes fjallgarðinum. Bólivía er eitt af fátætustu löndum í Suður-Ameríku þar sem um 60% þjóðarinnar býr við fátækt. Landið var lengi spænsk nýlenda og þar er spænska opinbert tungumál ásamt 36 öðrum tungumálum þjóðflokka.
Menning í Bólivíu er fjölbreytt en á rætur sínar að rekja til mismunandi þjóðflokka en einnig er menningin undir áhrifum annarra landa í Rómönsku Ameríku sem og spænskrar menningar eftir að hafa verið nýlenda. Mikil þjóðtrú er í landinu, með ýmsum fornum sögum og hjátrú.
Alpaca er líklega það dýr sem flestir tengja við Bólivíu en í landinu má finna mjög fjölbreytt dýralíf. Landslagið er einkar fallegt og fjölbreytt, þar sem landið nær frá hálendi til láglendis. Hinar vinsælu saltsléttur er líklegast þekktasti ferðamannastaðurinn í Bólivíu ásamt dauðaveginum sem margir hjóla. Mikið er um fornar rústir og er saga landsins merkileg.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Bólivíu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Lengri tíma verkefnin í Bólivíu er ótrúlega mörg, spennandi og fjölbreytt. Styttri tíma verkefnin eru færri. Nokkur dæmi um verkefni eru:

  • Mannréttindaverkefni
  • Vinna á skrifstofu ICYE í Bólivíu
  • Munaðarleysingjaheimili
  • Heilsuverkefni
  • Verkefni með þroskahömluðum
  • Samfélagsverkefni
  • Listaverkefni
  • Vinna með heimilislausum
  • Vinna með öldruðum
  • Vinna með minnihlutahópum
  • Kvennaverkefninum

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

Japan

Japan er ríki í Asíu og er samansafn af 4 eyjum sem liggja milli Kyrrahafs og Japanshafs. Eyjurnar heita Hokkaido, Honshu, Kyushu og  Shikoku. Eyjurnar liggja nálægt ströndum Kína og Kóreuskagans. Í Japan búa um 127 milljónir manna en landið er þrefalt stærra en Ísland, eða um 377,835 ferkílómetrar. Móðurmálið er Japanska, gjaldmiðillinn Yen og höfuðborgin er Tókýó.

Veðrið í Japan er fjölbreytt og breytist frá því hvar þú ert í landinu þar sem eyjaklasinn er langur og mjór. Japan hefur 4 árstíðir, byrjun sumars er í Júní og rignir þónokkuð fram til mitt sumar. Eftir sumarrigningarnar verður nokkuð heitt, á bilinu 25-25 gráður á celsíus og nær heitasti tíminn fram í September. Haustin er nokkuð mild og góð en það snjóar á veturnar  á sumum stöðum í Japan og veturnir eru nokkuð líkir Íslandi.  Vorið er svo frá mars til maí.

Landslagið í Japan er ef til vill ekki svo ólíkt Íslandi, nokkuð harðgert og fjalllent, mikið af eldfjöllum og nokkur þeirra eru virk. Mikið er um smærri jarðskjálfta. Landið er nokkuð öruggt í samhengi við glæpatíðni en óöruggt þegar rætt er um náttúruhamfarir; óvæntar flóðbylgjur og flóð, fellibylir, jarðskjálftar og skriðuföll.

Samkvæmt stjórnarskrá Japans ríkir trúfrelsi í landinu og margir Japanir telja sig ekki vera trúaða þó menning og daglegt líf sé undir áhrifum trúarinnar. Þjóðartrúin er Sjintó og eru um helmingur þjóðarinnar fylgjandi henna. Sjintó er fjölgyðistrú með um 8 milljón guði. Um 44% þjóðarinnar eru fylgjendur Búddisma.

Í Japan er þingbundin konungsstjórn, það er að segja að í landinu er keisarafjölskylda sem hefur þannig lagað engine völd en þar er lýðræðislega kjörið þing sem fer með ríkisstjórn.

Japönsk menning hefur þróast að einhverju leiti frá Kínverskri fornmenningu en þar sem landið var lengi lokað af þróaðist einstök menning í landinu. Japanir setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti og sátt og samlynd er þeim mjög mikilvæg. Því gera þeir ekki hluti sem valda öðrum óþægindum og virða mikið að vera partur af hópi, t.d. í skóla, fjölskyldu eða á vinnustað.Japanir kvarta ekki beint heldur vilja að aðrir taki eftir vandamálinu. Þeir virða líka mikið þá sem eru eldri, þó það muni aðeins einu ári  í aldri.

Matarmenning Japana er ólík öðrum. Við upphaf og enda máltíðar þakka þeir öllum sem hafa komið að máltíðinni, t.d. bóndanum, kokkinum, náttúrunni o.fl. með orðum. Það er ósíður að skilja eftir mat og að vera matvandur og borða bara sumt. Grænmetisætur er sjaldgæf sjón í Japan.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Japan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Í Japan eru nokkur verkefni í mismunandi flokkum á mismunandi stöðum í Japan. Flokkarnir eru:

  • Dýraverkefni
  • Vinna á bóndabæjum
  • Vinna með öldruðum
  • Vinna á frístundaheimili
  • Vinna í skóla

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

í landinu:

Heimasíða ICYE Japan

Bandaríkin

Bandaríkin kannast allir við en margir vilja meina að landið sé land tækifæra og ameríska draumsins. Bandaríkin eru staðsett í Norður-Ameríku, með landamæri Kanada í norðri og landamæri Mexíkó í suðri. Alls búa þar rúmlega 322 milljónir manns, aðaltungumálið er enska en stór minnihluti talar spænsku.  Höfuðborg Bandaríkjanna er Washington D.C. en þar býr forsetinn á Parliament Hill í hinu fræga Hvíta Húsi.

Veðurfar er margsskonar, og fer í raun eftir því hvar í Bandaríkjunum þú ert. Í norðri nálægt landamærum Kanada eru snjóugir vetrar, allt niður til Los Angeles þar sem sólin ræður ríkjum meira og minna allt árið.

Verkefnin eru í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna; Louisiana, New Hampshire, Pennsylvania, Oklahoma, Montana, North Carolina og Massachusetts

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Bandaríkjunum með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Lífrænn landbúnar, umsjá dýra
  • Samfélagsverkefni í samstarfi með kirkjum, vinna í Hjálpræðisher
  • Umönnun, hjálpa einstaklingum sem eiga bágt að aðlagast samfélaginu
  • Vinna með börnum með fatlanir
  • Hjálpa við skólakennslu
  • Byggingarvinna

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Brasilía

Brasilía er fjölmennasta land rómönsku ameríku og jafnframt stærsta landið í Suður-Ameríku, en það er staðsett á austurströnd S-A. Landið skiptist í fimm svæði, og er hvert öðru ólíkt. Þar búa um það bil 180 milljónir og er menningin mjög litrík og fjölbreytt. Opinbert tungumál Brasilíu er portúgalska, sem hefur þó sinn sérstæða hreim svo heimamenn vilja frekar kalla það brasilísku.

Höfuðborg Brasilíu heitir Brasilía og er þekkt fyrir sérstæðan arkitektúr sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Með stærri borgum í Brasilíu eru svo Rio de Janeiro og Sao Paolo. Sao Paolo er stærsta borgin en Rio de Janeiro er líklegast sú frægasta, þekktust fyrir mikið næturlíf, samba, carnival og fótbolta.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Brasilíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga.

Verkefni:

  • Í grunnskóla
  • Hjá KFUM og K við ýmis námskeið
  • Á frístundaheimili
  • Með götubörnum
  • Við kennslu fyrir fötluð börn
  • Vinna með borgarráði í borginni Forquilinha við ýmis verkefni
  • Heimili fyrir börn sem berjast við ýmis vandamál; veikind, fátækt eða annað
  • Vinna í háskóla

 

Nígería

Nígería er land í vestur Afríku. Vesturhluti landsins liggur að Atlantshafi en landið liggur líka að Níger, Kamerún, Chad og Benín. Nígería er oft kölluð risi Afríku vegna fjölda íbúa og stærð hagkerfis landsinns. Nígería er fjölmennasta land Afríku og sjöunda fjölmennasta land heims. Landið nær yfir 923,768 ferkílómetra og íbúar eru yfir 180 miljón talsinns. Í Nígeríu búa yfir 500 þjóðflokkar og hver og einn þeirra hefur sín áhrif á menningu þjóðarinnar, stærstir þjóðflokkana eru Hausa, Igbo og Yoruba. Allir 500 þjóðflokkarnir tala yfir 500 tungumál en opinbert tungumál landsinns er þó enskan alkunna. Landið var undir yfirráðum Breta þangað til að það fékk sjálfstæði árið 1960, síðar gekk mikið á í landinu og borgarastyrjöld braust út á árunum 1967-70 og landið sveiflaðist svo milli þess að vera borgaralýðræði og einræðiríki en stöðugt lýðræði hefur verið frá 1999. Í  Nígeríu finnur þú allar öfgar sem þú getur hugsað þér; lífshættuleg en gullfalleg dýr, risavaxin ríkidæmi og algjöra fátækt, algjört þéttbýli í borgum og strjábýli á náttúrusvæðum og þar kynnistu menningu sem er algjör andstæða við vestræna menningu. Nígería sem áfangastaður er einn skemmtilegasti valkosturinn til að skoða í Afríku.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Nígeríu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Á leikskóla
  • Í blindrafélagi
  • Í grunnskóla
  • Hjá Rauða Krossinum
  • Á útvarpsstöð í Háskólanum í Lagos
  • Mannréttindaverkefni
  • Aðstoð í leiklistadeild í framhaldsskóla
  • Í samtökum sem veita fræðslu um HIV/AIDS og berjast fyrir misnotkun og ofbeldi
  • Hjúkrunarheimili fyrir börn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Nígería er á Facebook