Ferðast með AUS
Með AUS getur þú ferðast til landa út um allan heim og tekið þátt í sjálfboðastarfi í nokkrar vikur og upp í 12 mánuði. AUS býður upp á þrjár mismunandi leiðir sem þú getur valið úr. Leið 1. Lengri verkefni, 6 – 12 mánuði, utan Evrópu með alþjóðasamtökum AUS, ICYE. Leið 2. Styttri verkefni, 2 – 16 vikur utan Evrópu með alþjóðasamtökum AUS, ICYE. Leið 3. Sjálfboðaliðastarf innan Evrópu í gegnum ESC í 2 – 12 mánuði. Hér að neðan finnur þú frekari upplýsingar um þessar þrjár mismunand leiðir sem AUS býður upp á.
6 eða 12 mánuðir Þú getur barist fyrir réttindi kvenna í Bólivíu, kennt börnum í Suður-Kóreu á ensku, spilað með munaðarlausum börnum í Mósambík eða unnið með fötluðum á Nýja-Sjálandi eða munaðarlausum börnum í Kenía. Möguleikarnir eru endalausir þegar þú ferðast með AUS. Dæmigerð brottför er í ágúst eða janúar ár hvert.Lengri verkefni með alþjóðasamtökum AUS (ICYE)
2 til 16 vikur Þú getur séð um börn í munaðarleysingjaheimili í Ghana, verið fótboltaþjálfari fyrir hóp götubarna í Marokkó, reist hjúkrunarheimili í Nepal eða vernda dýralíf í Kosta Ríka. Hér hefur þú frelsi til að ákveða hvenær þú vilt fara og hve lengi.Styttri verkefni alþjóðasamtökum AUS (ICYE)
2 til 12 mánaða ESC er áætlun Evrópusambandsins sem gerir ungu fólki á aldrinum 17 til 30 ára kleift að dvelja í 2-12 mánuði í evrópsku landi. Sjálfboðaliðar læra þar um menningu annarra landa, daglegt líf, atvinnulíf og tómstundir. Það er ókeypis fyrir þig að fara sem sjálfboðaliði með ESC.ESC program