Ghana er land í Vestur-Afríku og er með landamæri að Búrkína Fasó, Fílabeinsströndinni og Tógó með Gíneuflóa í suðri. Ghana er sirka 240.000 ferkílómetrar og íbúafjöldi um 24 milljónir.

Tungumál er svokölluð Ghana enska en um 90% af Ghanabúum tala ensku. Gjaldmiðill er Cedi (1 USD = 4,5 Cedi). 

Ghana-búar bjóða þig velkomin og eru gestrisnir. Þeim þykir mikilvægt að heilsa og heilsa alltaf með handabandi, en aðeins með hægri hendinni. Vinstri hendin er talin vera “óhrein” og hún er sjaldan eða aldrei notuð.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Suður-Afríku með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

Steps, styttri tíma verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
Long term, lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

  • Verkefni með fátækum fjölskyldum og börnum
  • Vinna með hreyfihömluðum börnum
  • Verkefni munaðarlausum börnum
  • Kennsla fyrir börn og krakka
  • Félagsleg vinna með ungmennum t.d með íþróttum
  • Verkefni sem snýr að aðstoð við heimilislaust fólk
  • Aðstoð á heilsugæslustöðum fyrir barnshafandi konur úr fátækt og almenn aðstoð við heilsugæslu

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu: ICYE Ghana