Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Vinna á leikskóla
  • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
  • Vinna með heimilislausum
  • Við náttúruvernd
  • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
  • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
  • Æfingabúðir fyrir fatlaða
  • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
  • Í endurhæfingu fyrir götustráka
  • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
  • Skjaldbökuverkefni
  • Kennsluverkefni
  • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
  • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
  • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
  • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
  • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
  • Umhverfisverkefni
  • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
  • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
  • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
  • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
  • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras