Lengri verkefni
Þú getur barist fyrir réttindi kvenna í Bólivíu, kennt börnum í Suður-Kóreu á ensku, spilað með munaðarlausum börnum í Mósambík eða unnið með fötluðum á Nýja-Sjálandi. Möguleikarnir eru endalausir þegar þú ferðast með ICYE. ICYE verkefni eru lengri verkefni, þar sem unnið er sjálfboðavinnu í 6 eða 12 mánuði. Dæmigerð brottför er í ágúst eða janúar ár hvert, en fer eftir hverju landi.
Til að taka þátt þarftu að vera á áldrinum 18-30 ára. Hins vegar bjóða sum lönd sjálfboðaliðum sem eru undir 18 ára og/eða yfir 30 ára – vinsamlegast hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar. Það er yfirleitt ekki gerð krafa um sérstaka starfsreynslu eða þekking á tungumáli, en þú verður að taka þátt, vera opin/n fyrir nýrri reynslu og vilja kynnast nýrri menningu, nýju fólki og nýju tungumáli. Þetta er frábært tækifæri og reynsla sem mun ávallt búa með þér. Flestir sjálfboðaliðar búa með fósturfjölskyldum nálægt verkefninu. Á sumum stöðum er hægt að búa í verkefninu ef þess er óskað. Sjá lista yfir núverandi verkefni á alþjóðlegu vefsíðu ICYE.Hverjir geta tekið þátt
Þegar þú kemur til landsins byrjar þú að að fara á námskeið þar sem þú lærir um landið, fólkið og menningu. Þar hittir þú einnig aðra sjálfboðaliða og starfsfólkið á samstarfsskrifstofu AUS í landinu. Einnig færðu upplýsingar um verkefnið þitt og viðburði komandi árs. Þú munt einnig fá inngangs tungumálakennslu. Á sama tíma eða eftir námskeiðið hefst sjálfboðlaliðastarfið þitt og þú flytur til fósturfjölskyldunnar eða í verkefnið. Verkefnið sem og fósturfjölskyldan þín mun veita þér stuðning og svo er samsatarfsskrifstofa AUS líka til staðar.á meðan á dvöl þinni stendur. Ef ferðin þín er 12 mánuðir, verður þú að sækja tvö önnur námskeið þar sem þú ferð yfir hvernig hefur gengið. Seinna námskeiðið er svokallað “miðannar námskeið” kemur þú og aðrir sjálfboðaliðar saman þegar fyrstu sex mánaða eru liðnir og þeir metnir. Í “lok ársins” talar þú um reynslu þína og undirbýr þig fyrir heimkomuna. Ef þú ferð í sex mánuði, tekur þú aðeins þátt komunámskeiðinu og svo lokanámskeiði. Síðasta mánuðinn af 12 mánaða sjálfboðastarfinu er frjáls og færð þú tækifæri að ferðast um landið. Ef þú ert í 6 mánaða ferð er þetta ferðatímabil 14 dagar.Dvöl þín