Nepal eitt af fátækustu löndum í heiminum. Þar búa um 27 milljónir manna og er staðsett í Suður Asíu. Sitt hvoru megin við landið liggja Indland og Kína en miðað við þau tvö er Nepal mjög lítið.  Þrátt fyrir það býður landið upp á mikla fjölbreytni í menningu, hefðum, tungumálum og landslagi en Nepal er gríðarlega fallegt land með ríka sögu.

Meirihluti Nepalbúa eru hindúar en annars eru dæmi um margs konar trúarbrögð í Nepal. Talað er um að íbúar landsins séu afar gestrisnir, vingjarnlegir og umburðarlyndir.

Tungumál landsins eru nokkuð mörg en um 45% þjóðarinnar tala Nepali sem er hið opinbera tungumál.

Höfuðborgin, Kathmandu, er þekkt fyrir að vera borg mustera og er vinsæll ferðamannastaður. En ótalmargt er hægt að gera í Nepal og er vinsælt land sérstaklega fyrir útivistar- og fjallaáhugamenn/konur sem speyta sig á Himalaya fjöllunum (Mount Everest er hæsti toppurinn) sem spannar hluta af Nepal. En þar er einnig klaustur, þjóðgarðar og margir aðrir fallegir staðir.

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Nepal eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í kennsluverkefnum en þá vinna sjálfboðaliðar sem kennarar fyrir yngri krakka (6-13 ára) í grunnskóla. Þar er partur af verkefnunum að skipuleggja virkni fyrir krakkana s.s. listræn verkefni, leiklist eða leiki.
  • Hægt er að vinna á munaðarleysingjahælum þar sem fókusinn er á fræðslu fyrir börnin t.d. í gegnum leiki og listræn verkefni svo nokkuð sé nefnt. Sjálfboðaliðar geta kennt grunn ensku en einnig aðstoða börnin í þeirra daglega lífi.
  • Hægt er að gerast sjálfboðaliði í náttúruverndarverkefnum.

Gistiaðstaða:

Fer eftir verkefnum hvað er í boði en oft er það hjá fjölskyldu, í húsnæði verkefni síns eða á hosteli í grennd við verkefnið. Ekki er sjaldgæft að þurfa deila herbergi  með öðrum sjálfboðaliðum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Ambassadors:

Það má hafa samband við Hörð Inga Árnason ef upp vakna fleiri spurningar um sjálfboðalífið í Nepal. Email: horduria@gmail.com

“Þetta var það klikkaðasta og skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég hugsa á hverjum degi hvenær ég fer aftur og hitti þetta frábæra fólk sem er með allt öðruvísi lifnaðarhætti en við erum vön. Lögin í almennings rútunum sem æra mann og flautið í öllum bílunum á götunni er sárt saknað eins og öllu sem Nepal hefur upp á að bjóða.”

-Hörður Ingi Árnason, Nepal 2014
Mynd efst á síðu: Hörður að kveðja börnin í verkefni hans eftir 2 mánaða dvöl í Nepal.

Heimasíða samtakanna í landinu: http://www.icyenepal.org/