Nýja Sjáland er staðsett í suður Kyrrahafi, í um það bil 1600 kílómetrafjarlægð sunnan og austan við Ástalíu. Nýja Sjáland samanstendur af tveim megin eyjum (norður og suður eyjan) og nokkrar smærri eyjar. Heildarflatarmál Nýja Sjálands er 270.534 km2, en það er svipað af stærð og Colorado, Japan og Bretlandseyjar.

Landslag Nýja Sjálands er jafn fjölbreytt og það er glæsilegt. Allt frá hinum stórglæsilegu fjallgörðum í suðri til hinna stóru flatlenda í norðrinu. Jöklar, lækir, regnskógar og hvítar strendur.
Meiri hluti landsins liggur við ströndina sem þýðir mjög milt veðurfar, mikil sól og meðal úrkoma. Hitastig breytist eftir því hvar á landinu maður er staðsettur. Á sumrin flakkar hitinn á milli 20-30°C yfir allt landið, á veturna hinsvegar er hitinn oftast á milli 6-11°C á norður eyjunni en suður eyjan er talsvert kaldari og getur náð í -10 stiga frost.
Vert er að hafa í huga að veður getur breyst mjög snögglega í Nýja Sjálandi og er í raun ekki mjög frábrugðið því sem við upplifum hérna á Íslandi.

Á Nýja Sjálandi búa 4,4 milljón manns og koma íbúar þess allstaðar að úr heiminum. Stærstu þjóðernishóparnir eru þó Māori, Evrópskir og Asíkir.
Opinbert tungumál landsins er Enska, Māori og Ný Sjálenst táknmál. Gjaldmiðill landsins er Ný Sjálenski dollarinn og höfuðborgin er Wellington.

Hvernig fer ég þangað:
AUS býður sjálfboðaliðastörf í Nýja Sjálandi í gegnum Long term verkefnin. Lengri tíma verkefnin eru á bilinu 6 eða 12 mánuðir og er brottför í janúar og ágúst á hverju ári.

Verkefni:
• Ummönun að fötluðum.
• Kennslu verkefni
• Ummönun að börnum
• Kirkjustörf með börnum
• Ævintýragarður
• Ungmennabúðir
• Samfélagsverkefni á lítilli eyju
• Uppsetning á skála og veita ungmönnum jákvætt umhverfi
• Skógræktarverkefni

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACVE samtakanna í Nýja Sjálandi: www.acve.co.nz/