Styttri verkefni

Þú getur séð um börn í munaðarleysingjaheimili í Kenýa, verið fótboltaþjálfari fyrir hóp götubarna í Marokkó, reist hjúkrunarheimili í Nepal eða vernda dýralíf í Kosta Ríka. Í styttri verkefnum á vegum AUS getur ferðast á milli 2 – 16 vikna. Hér hefur þú frelsi til að ákveða hvenær þú vilt fara og hve lengi.

Hver getur tekið þátt

Til að taka þátt þarftu að vera á áldrinum 18-30 ára, en sum verkefni fá einnig sjálfboðaliða yfir 30 ár. Það krefst ekki sérstakrar starfsreynslu eða menntunar, en þú verður að vera opin/n fyrir nýjum reynslu og þolinmóður gagnvart ókunnugu fólki og menningu.

Um STYTTRI VERKEFNIN

Hægt er að fara í sjálfboðaliðastörf með AUS í 2 – 16 vikur og hafa margir AUS sjálfboðaliðar valið að samtvinna verkefni með bakpokaferðalagi. Slík samsetning hjálpar til við að veita góða heildarmynd af landinu og dýpri innsýn í menningu þess. Verkefnið getur þannig verið hluti af lengri ferðalagi þínu þar sem þú vinnur sem sjálfboðaliði í nokkrar vikur.

Flestir sjálfboðaliðar búa með fósturfjölskyldum sem veita
bestu skilyrði til að læra menningu, tungumál og heimamenn Steps. Á sumum stöðum er einnig hægt að búa í verkefninu sem þú hefur valið. Að búa hjá heimamönnum er það sem gerir verkefnin okkar einstök og það getur því verið spennandi viðbót við lengri ferð.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt m.a. félagsleg verkefni með börnum og fötluðum, verkefni sem snúa að menntun og  náttúruvernd.

Sjá yfirlit yfir núverandi verkefni á vefsíðu alþjóðasamtakanna ICYE.