Víetnam er gullfallegt land í Suður-Austur Asíu og liggur að Tælandi, Kambódíu og Kínahafi. Saga landsins er stórmerkileg, náttúran mögnuð og menningin heillandi. Margir tengja landið við Víetnam stríði, en þar í landi er stríðið kalla Ameríku stríðið. Margar Hollywood myndir hafa verið gerðar um stríðið, svo sem Full Metal Jacket, Good Morning Vietnam, Platoon og Apocalypse now. Seinustu ár hefur Víetnam orðið vinsæll ferðamannastaður enda er landið gríðarlega fallegt. Verkefnin eru af allskonar tagi, mikið af verkefnum við enskukennslu eða frönskukennslu, vinna með fötluðum börnum, verkefni fyrir sjúkraþjálfaranema og læknanema, umhverfisverkefni og fleira. Hvernig fer ég þangað: Sjálfboðaliðastörf í Víetnam með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin Verkefni: Heimasíða samtakanna í landinu: Heimasíðan Volunteers for Peace Vietnam (VPV) samtakanna í Víetnam: VPV Saga sjálfboðaliða: Úlla – Sjöfn – Guðný og Svana blogguðu um ævintýrið sitt í Víetnam 2009: http://vietnamar.bloggar.is/
Stefán fór til Víetnam 2009-2010 og segir frá reynslunni sinni í myndbandinu hér að neðan og á blogginu sínu HÉR