Indland

Indland er stórt land í Asíu. Landið skiptist í mörg héruð og er menning landsins jafn mismunandi og héruðin eru mörg. Hvert og eitt hérað heldur upp á sína menningu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og má segja að menningararfur Indverja sé með þeim eldri í heiminum.

Höfuðborg landsins er Nýja-Delí og eru opinber tungumál enska og hindí. Indland er annað fjölmennasta land í heiminum á eftir Kína, en íbúar landsins eru yfir 1 milljarður. Þrátt fyrir þennan íbúafjölda er Indland sjöunda stærsta land í heiminum. Stærstur hluti íbúa er Hindúatrúar. Í jafn fjölmennu landi og Indlandi eru ótal tungumál töluð. Hver og eitt hérað á sitt eigið tungumál.

Indland er þekkt fyrir góðan mat, og nota Indverjar allskyns krydd og annað til að bragðbæta matinn. Menningin og fatnaðurinn er ákaflega fallegur og gerir landið að áhugaverðum stað til að heimsækja.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Indlandi eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

 

Verkefni:

Verkefnin eru flest öll í héraðinu Karnataka og í höfuðborg héraðsins; Bangalore.

 • Vinna á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn eða börn í fátækt.
 • Enskukennsla
 • Kennsla í skólum fyrir börn með færri tækifæri
 • Vinna í skóla fyrir börn með fjölfatlanir
 • Allskyns verkefni í frjálsum félagasamtökum, mörg verkefnanna ná til barna og kvenna í erfiðum aðstæðum og mannréttindamála. Sum verkefnanna henta félagsráðgjöfum vel
 • Vinna í athvarfi og skóla fyrir götubörn
 • Vinna á heimili fyrir aldraða
 • Hjá félagasamtökum sem berjast fyrir réttindum barna
 • Á heimili fyrir konur með fatlanir
 • Vinna í félagasamtökum fyrir börn með CP fötlun.
 • Vinna í góðgerðasamtökum fyrir andlega veikt fólk, heimilislaust fólk, fíkla og aðra sem eiga sárt um að binda.
 • Vinna með heimilislausum
 • Vinna í tónlistarskóla
 • Vinna í dýraathvarfi
 • Ýmiskonar kennsla í skólum, tölvukennsla, leiklist, eða hvar sem styrkleikar sjálfboðaliðans liggja
 • Vinna í heilsuverkefni fyrir fólk með HIV/AIDS
 • Verkefni í félagasamtökum sem stuðla að heilsu og uppbyggingu kvenna sem verða útundan í samfélaginu – fjölbreytt vinna sem leitar eftir hjúkrunarfræðingum eða nemum
 • Vinna í félagasamtökum sem stuðla að aðstoð og endurhæfingu fyrir fólk með holdsveiki,HIV/AIDS og fatlanir.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICDE India: www.icdeindia.org/

Kólumbía

Kólumbía er þriðja fjölmennasta landið í rómönsku Ameríku, á eftir Mexikó og Brasilíu. Landið er staðsett í norð-vestur horni Suður-Ameríku og á landamæri við Venezuela, Perú, Brasilíu, Ecuador og Panama.
Alls búa 48 milljón manns í Kólumbíu, og er menning Kólumbíu mjög fjölbreytt og skiptist svolítið eftir því í hvaða hluta landsins þú ert stödd/staddur.
Opinbert tungumál Kólumbíu er spænska, en 68 önnur tungumál og mállýskur eru töluð í landinu.
Höfuðborg Kólumbíu heitir Bogotá, staðsett í 2.625 metra hæð yfir sjávarmáli og alls búa tæplega 8 milljónir í borginni sjálfri.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kólumbíu með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin

 • Steps – Styttri tíma verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum og hefjast alla mánudaga.
 • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:
• Vinna með börnum og unglingum sem hafa átt miserfið líf
• Ungir afbrotamenn
• Skýli fyrir heimilislausa eldriborgara
• Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
• Endurhæfing fyrir fólk sem á við eiturlyfjavandamál að stríða
• Matargjöf fyrir fátæk börn, einnig er veitt pössun eða kennsla.
• Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
• Endurskipulegging hverfis með það að hugsjón að fá ungt fólk til að taka þátt.
• Samtök sem styðja við femínisma og kynjafræðslu
• Vinna með nemum á háskólastigi. Auglýsa utan skóla tómstundir og klúbba
• Kennsla fyrir ungt fólk, leiðtogaþjálfun, kynfræðsla og forvarnir gegn eiturlyfjum eru helstu áherslur.
• Félagsheimili fyrir börn
• Leikskólar
• Listamiðstöð þar sem börn eru hvött til að tjá sig með list.
• Vinna í grunnskólum og menntaskólum
• Vinna á skrifstofu ICYE í Kólumbíu

Nánar um verkefnin má finna hér: ICYE.org

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACI samtakanna í Kólumbíu: ACI

Reynslusögur:

Bjarki Már fór til Kólumbíu í Steps verkefni haustið 2015 og vann í verkefninu Fundación Colombianitos. Grein um sjálfboðastarfið hans birtist á Vísi: Hér

Indónesía

Indónesía er ríki í Suð-Austur Asíu og samanstendur af um það bil 14 þúsund eyjum en búið er á um það bil 6000 af þeim eyjum. Ríkið er stærsta eyríki í heimi og stærir sig af 4 mesta íbúafjölda í heimi. Höfuðborgin Jakarta er á eyjunni Java en líklegast er Balí þekktasta eyjan í Indónesíu. Menningin er mjög fjölbreytt og mismunandi eftir eyjum, enda gríðarlegur fólksfjöldi sem býr í Indónesíu og um 300 menningarhópar.  Menningin er undir áhrifum frá Evrópu, Asíu og Arabískum löndum en vinsælar íþróttir eru fótbolti og badminton. Grunnurinn í matnum er oft hrísgrjón með grænmeti, kjöti, fisk eða kjúkling, maturinn oft nokkuð vel kryddaður.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Indónesíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

 • Vinna á leikskóla
 • Enskukennsla á grunn, framhalds eða háskólastigi
 • Kennsla í skóla fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára
 • Vinna á heimili fyrir aldraða
 • Vinna á munaðarleysingjahæli
 • Heilsuverkefni sem óskar eftir læknis- eða hjúkrunarfræðinema. Verkefnið er á heilsugæslu.
 • Skrifstofuvinna í móttökusamtökunum, Dejavato
 • Vinna í skóla fyrir fötluð börn
 • Skrifstofuvinna hjá háskóla þar sem sjálfboðaliðinn hefur umsjón með fyrirlesurum og vinnur á skrifstofu.
 • Umhverfisverkefni – fræða nemendur í skólum í bænum um umhverfismál sem og aðstoða á bóndabæ

Reynslusögur:

Halla bloggaði um ævintýrið sitt í Indónesíu 2015: Halla í Indó

Heimasíða samtakanna í landinu:

Dejavato foundation: www.dejavato.or.id/

 

Mósambík

Mósambík er stórt land í suðaustanverðri Afríku með landamæri að Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu, Malaví, Sambíu og Simbabve. Alls búa um 24-25 milljónir íbúa í landinu.

Höfuðborgin Mapútó er staðsett syðst í landinu og þar búa tæplega tvær milljónir manna. Borgin var kölluð „Perla Afríku“ á nýlendutímanum og ef vel er að gáð má finna margt sem minnir á þá tíma.

Í norður- og miðhéruðum Mósambík er hitabeltisloftslag en í suðurhéruðunum er loftslagið heittemprað. Þrátt fyrir breytileika í veðurfari eru tvær árstíðir einkennandi fyrir allt landið. Regntíminn, en þá er heitt, byrjar í október og honum lýkur í mars. Þurrkatíminn er kaldari og nær hann frá apríl til september. Heitast er í norðurhluta landsins á regntímanum en þá nær hitinn að jafnaði allt að 45 °C að degi til.

Þjóðfélag Mósambík er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, – maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins s.s Malaví og Swasilands. Mikill munur er á menningu nyrst og syðst í Mósambík, í nyrðstu eru arabísk áhrif áberandi og syðst portúgölsk. Til sveita er mikið dansað og sungið. Marrabenta er vinsæll dans sem er ríkjandi í suðurhluta Mósambík, en þar kemur saman hefðbundin Mósambískur dans og Portúgölsk tónlist.

Mósambíkar eru að mörgu leyti líkir Íslendingum. Þeir hafa svipaða kímnigáfu, gera gjarnan gys að sjálfum sér og hlæja mikið. Þeir eru yfirleitt glaðlegir og elskulegir og er eftirtektarvert að þeir bjóða gjarnan góðan dag þegar þeir mæta fólki á götu.

Í Mósambík eru töluð um 20 tungumál. Flestir tala mál sem tilheyra málaflokknum sínum. Opinbera tungumálið í Mósambík er Portúglaska.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Lengri tíma verkefni:
• Stuðningsverkefni fyrir fólk sem þjáist af HIV
• Forvarnaverkefni gegn HIV og eiturlyfjum
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára sem búa við erfiðar aðstæður
• Barnaafhvarf þar sem sjálfboðaliðar vinna með börnum við ýmiskonar frístundir.
• Listasetur fyrir ung börn til að læra og njóta þess að skapa
• Skóli fyrir börn sem búa á götunni og munaðarleysingja.
• Stuðningur fyrir munaðarlaus börn til að undirbúa þau fyrir framtíðina
• Samtök sem vinna að því að gera lýðræðið og ríkisstjórn í landinu skilvirkara
• Heimili fyrir fötluð börn
• Verkefni sem berjast fyrir ýmsum mannréttindum, uppbyggingu samfélaga og heilbrigðismálum

Styttri tíma verkefni:
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára með það markmið að endurkynna þau inní fjölskyldur  sínar
• Verkefni þar sem börnum er veitt kennsla og heimili.
• Stuðningsheimili fyrir börn sem lifa með HIV
• Heimili fyrir fötluð börn
• Samfélagsverkefni sem vinnur að því að veita fólki ásættanleg lífsskilyrði
• Verkefni sem veitir ungu fólki kennslu og þjálfun í að skapa ýmsa hluti úr viði, stáli og leðri. Markmiðið er að veita þessum krökkum hæfileikana til þess að geta átt vinnu í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Reynslusögur:

Sigrún Magnea fór til Mósambík 2014: Viðtal við Sigrúnu á FM957

Hildur Sólmundsdóttir fór til Mósambík 2016: Bloggið hennar Hildar

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Ajude samtakanna í Mósambík: AJUDE Mozambique