Indland er stórt land í Asíu. Landið skiptist í mörg héruð og er menning landsins jafn mismunandi og héruðin eru mörg. Hvert og eitt hérað heldur upp á sína menningu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og má segja að menningararfur Indverja sé með þeim eldri í heiminum.

Höfuðborg landsins er Nýja-Delí og eru opinber tungumál enska og hindí. Indland er annað fjölmennasta land í heiminum á eftir Kína, en íbúar landsins eru yfir 1 milljarður. Þrátt fyrir þennan íbúafjölda er Indland sjöunda stærsta land í heiminum. Stærstur hluti íbúa er Hindúatrúar. Í jafn fjölmennu landi og Indlandi eru ótal tungumál töluð. Hver og eitt hérað á sitt eigið tungumál.

Indland er þekkt fyrir góðan mat, og nota Indverjar allskyns krydd og annað til að bragðbæta matinn. Menningin og fatnaðurinn er ákaflega fallegur og gerir landið að áhugaverðum stað til að heimsækja.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Indlandi eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

 • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
 • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

 

Verkefni:

Verkefnin eru flest öll í héraðinu Karnataka og í höfuðborg héraðsins; Bangalore.

 • Vinna á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn eða börn í fátækt.
 • Enskukennsla
 • Kennsla í skólum fyrir börn með færri tækifæri
 • Vinna í skóla fyrir börn með fjölfatlanir
 • Allskyns verkefni í frjálsum félagasamtökum, mörg verkefnanna ná til barna og kvenna í erfiðum aðstæðum og mannréttindamála. Sum verkefnanna henta félagsráðgjöfum vel
 • Vinna í athvarfi og skóla fyrir götubörn
 • Vinna á heimili fyrir aldraða
 • Hjá félagasamtökum sem berjast fyrir réttindum barna
 • Á heimili fyrir konur með fatlanir
 • Vinna í félagasamtökum fyrir börn með CP fötlun.
 • Vinna í góðgerðasamtökum fyrir andlega veikt fólk, heimilislaust fólk, fíkla og aðra sem eiga sárt um að binda.
 • Vinna með heimilislausum
 • Vinna í tónlistarskóla
 • Vinna í dýraathvarfi
 • Ýmiskonar kennsla í skólum, tölvukennsla, leiklist, eða hvar sem styrkleikar sjálfboðaliðans liggja
 • Vinna í heilsuverkefni fyrir fólk með HIV/AIDS
 • Verkefni í félagasamtökum sem stuðla að heilsu og uppbyggingu kvenna sem verða útundan í samfélaginu – fjölbreytt vinna sem leitar eftir hjúkrunarfræðingum eða nemum
 • Vinna í félagasamtökum sem stuðla að aðstoð og endurhæfingu fyrir fólk með holdsveiki,HIV/AIDS og fatlanir.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICDE India: www.icdeindia.org/