Yfirlýsing frá AUS

Vegna umræðunnar uppá síðkastið um sjálfboðaliða í ólöglegri vinnu á Íslandi viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Ungmenni á vegum AUS eru hér í óformlegu námi á vegum Erasmus + áætlunarinnar sem Menntamálaráðuneytið tekur þátt í ásamt öðrum Evrópuríkjum. Evrópa unga fólksins (EUF) er umsjónaraðili með verkefninu. Verkefnið byggir á ákveðnu lærdómsferli allra þeirra sem taka þátt og hefur að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska sig og læra um mismunandi menningu og um leið auðga starfið sem þau taka þátt í. Við vonum að umræðan varpi ekki skugga á það góða starf sem samstarfsaðilar okkar og ungmennin okkar eru að vinna í samvinnu við menntamálayfirvöld og AUS.

Samúðarkveðjur

Okkur þykir leitt að segja frá því að velgjörðarkona AUS til margra ára, Hanna Pálsdóttir, lést 24. janúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram í Lindakirkju föstudaginn 3. febrúar næstkomandi kl. 15:00.

Hanna var ekkja Jóns Bjarman en þau hjón unnu mikið og gott starf fyrir AUS og hýstu marga sjálfboðaliða í gegnum tíðina.

Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Hönnu.