Japan er ríki í Asíu og er samansafn af 4 eyjum sem liggja milli Kyrrahafs og Japanshafs. Eyjurnar heita Hokkaido, Honshu, Kyushu og Shikoku. Eyjurnar liggja nálægt ströndum Kína og Kóreuskagans. Í Japan búa um 127 milljónir manna en landið er þrefalt stærra en Ísland, eða um 377,835 ferkílómetrar. Móðurmálið er Japanska, gjaldmiðillinn Yen og höfuðborgin er Tókýó. Veðrið í Japan er fjölbreytt og breytist frá því hvar þú ert í landinu þar sem eyjaklasinn er langur og mjór. Japan hefur 4 árstíðir, byrjun sumars er í Júní og rignir þónokkuð fram til mitt sumar. Eftir sumarrigningarnar verður nokkuð heitt, á bilinu 25-25 gráður á celsíus og nær heitasti tíminn fram í September. Haustin er nokkuð mild og góð en það snjóar á veturnar á sumum stöðum í Japan og veturnir eru nokkuð líkir Íslandi. Vorið er svo frá mars til maí. Landslagið í Japan er ef til vill ekki svo ólíkt Íslandi, nokkuð harðgert og fjalllent, mikið af eldfjöllum og nokkur þeirra eru virk. Mikið er um smærri jarðskjálfta. Landið er nokkuð öruggt í samhengi við glæpatíðni en óöruggt þegar rætt er um náttúruhamfarir; óvæntar flóðbylgjur og flóð, fellibylir, jarðskjálftar og skriðuföll. Samkvæmt stjórnarskrá Japans ríkir trúfrelsi í landinu og margir Japanir telja sig ekki vera trúaða þó menning og daglegt líf sé undir áhrifum trúarinnar. Þjóðartrúin er Sjintó og eru um helmingur þjóðarinnar fylgjandi henna. Sjintó er fjölgyðistrú með um 8 milljón guði. Um 44% þjóðarinnar eru fylgjendur Búddisma. Í Japan er þingbundin konungsstjórn, það er að segja að í landinu er keisarafjölskylda sem hefur þannig lagað engine völd en þar er lýðræðislega kjörið þing sem fer með ríkisstjórn. Japönsk menning hefur þróast að einhverju leiti frá Kínverskri fornmenningu en þar sem landið var lengi lokað af þróaðist einstök menning í landinu. Japanir setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti og sátt og samlynd er þeim mjög mikilvæg. Því gera þeir ekki hluti sem valda öðrum óþægindum og virða mikið að vera partur af hópi, t.d. í skóla, fjölskyldu eða á vinnustað.Japanir kvarta ekki beint heldur vilja að aðrir taki eftir vandamálinu. Þeir virða líka mikið þá sem eru eldri, þó það muni aðeins einu ári í aldri. Matarmenning Japana er ólík öðrum. Við upphaf og enda máltíðar þakka þeir öllum sem hafa komið að máltíðinni, t.d. bóndanum, kokkinum, náttúrunni o.fl. með orðum. Það er ósíður að skilja eftir mat og að vera matvandur og borða bara sumt. Grænmetisætur er sjaldgæf sjón í Japan. Hvernig fer ég þangað: Verkefni: Í Japan eru nokkur verkefni í mismunandi flokkum á mismunandi stöðum í Japan. Flokkarnir eru: Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér í landinu:
Sjálfboðaliðastörf í Japan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju