Indónesía er ríki í Suð-Austur Asíu og samanstendur af um það bil 14 þúsund eyjum en búið er á um það bil 6000 af þeim eyjum. Ríkið er stærsta eyríki í heimi og stærir sig af 4 mesta íbúafjölda í heimi. Höfuðborgin Jakarta er á eyjunni Java en líklegast er Balí þekktasta eyjan í Indónesíu. Menningin er mjög fjölbreytt og mismunandi eftir eyjum, enda gríðarlegur fólksfjöldi sem býr í Indónesíu og um 300 menningarhópar. Menningin er undir áhrifum frá Evrópu, Asíu og Arabískum löndum en vinsælar íþróttir eru fótbolti og badminton. Grunnurinn í matnum er oft hrísgrjón með grænmeti, kjöti, fisk eða kjúkling, maturinn oft nokkuð vel kryddaður.
Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Indónesíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum
Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga
Verkefni:
Vinna á leikskóla
Enskukennsla á grunn, framhalds eða háskólastigi
Kennsla í skóla fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára
Vinna á heimili fyrir aldraða
Vinna á munaðarleysingjahæli
Heilsuverkefni sem óskar eftir læknis- eða hjúkrunarfræðinema. Verkefnið er á heilsugæslu.
Skrifstofuvinna í móttökusamtökunum, Dejavato
Vinna í skóla fyrir fötluð börn
Skrifstofuvinna hjá háskóla þar sem sjálfboðaliðinn hefur umsjón með fyrirlesurum og vinnur á skrifstofu.
Umhverfisverkefni – fræða nemendur í skólum í bænum um umhverfismál sem og aðstoða á bóndabæ
Reynslusögur:
Halla bloggaði um ævintýrið sitt í Indónesíu 2015: Halla í Indó
Lýðveldið Suður-Kórea (Taehan Min’guk) er annað tveggja landa á Kóreuskaganum í Asíu. Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 99.274 km² og það nær yfir u.þ.b. 45% Kóreuskagans. Höfuðborg landsins er Seúl (Seoul).
Víetnam er gullfallegt land í Suður-Austur Asíu og liggur að Tælandi, Kambódíu og Kínahafi. Saga landsins er stórmerkileg, náttúran mögnuð og menningin heillandi. Margir tengja landið við Víetnam stríði, en þar í landi er stríðið kalla Ameríku stríðið. Margar Hollywood myndir hafa verið gerðar um stríðið, svo sem Full Metal Jacket, Good Morning Vietnam, Platoon og Apocalypse now.
Seinustu ár hefur Víetnam orðið vinsæll ferðamannastaður enda er landið gríðarlega fallegt. Verkefnin eru af allskonar tagi, mikið af verkefnum við enskukennslu eða frönskukennslu, vinna með fötluðum börnum, verkefni fyrir sjúkraþjálfaranema og læknanema, umhverfisverkefni og fleira.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Víetnam með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst
Styttri tíma (Steps) verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum.
Verkefni:
Vinna á lífræn býli þar sem framleidd eru lífrænt grænmeti og jurtir
Kennsla í grunn-, framhalds- og háskólum.
Umönnun heimilislausra katta og hunda í athvarfi í Saigon
Umönnun ýmissa dýra í neyðarathvarfi í Saigon
Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
Endurhæfingar- og heilsuverkefni fyrir fötluð börn, tilvalið fyrir sjúkraþjálfara
Aðstoð við þróun frjálsra félagasamtaka
Munaðarleysingjahæli fyrir fötluð börn
Fyrir Læknanema: Starfsnám á sjúkrahúsum
Umhverfisverkefni á vegum UNESCO
Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíðan Volunteers for Peace Vietnam (VPV) samtakanna í Víetnam: VPV
Saga sjálfboðaliða:
Úlla – Sjöfn – Guðný og Svana blogguðu um ævintýrið sitt í Víetnam 2009: http://vietnamar.bloggar.is/
Stefán fór til Víetnam 2009-2010 og segir frá reynslunni sinni í myndbandinu hér að neðan og á blogginu sínu HÉR