Ekvador er land í Suður-Ameríku með landamæri að Perú og Kólumbíu en einnig liggur stór hluti landsins við Kyrrahafið. Landið er lýðveldi, og nefnist á ensku The Republic of Ecuador, eða lýðveldið við Miðbaug en landið liggur við miðbaug jarðar. Þrátt fyrir það er veðurfar landsins fjölbreytt og sama má segja um landslagið, allt frá sólríkum ströndum, Amazon frumskógum og til Andesfjallana, en einnig eru eyjur við landið, Galapagos eyjur.
Opinbert tungumál landsins er spænska en einnig Quechua og er gjaldmiðill landsins Bandaríski dollarinn. Höfuðborgin er Quioto.
Íbúar Ekvador eru að meirihluta kristinnar trúar, eru upp til hópa mikið fjölskyldufólk en þorri landsins er fátækur. Grænmeti og ávextir er vinsæl fæða enda mikið sem vex af því í fjölbreyttu vistkerfi. Einnig er fiskmeti mikið á borðum heimila enda auðvelt að verða sér úti um fersk hráefni.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Ekvador með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Verkefni:
Lengri tíma verkefni:
• Í miðstöð fyrir mæður á unglingsaldri, 11-18 ára.
• á útvarpsstöð.
• í leikhúsi.
• á leikskólum.
• Við kennslu í skólum, t.d. við enskukennslu, með fötluðum börnum, með götustrákum
• Í miðstöðvum fyrir götubörn.
• Á skrifstofu VASE sjálfboðaliðasamtakanna
• Að kenna fötluðum börnum tónlist
• Á Munaðarleysingja- og áfangaheimilum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Við Náttúruvernd
• Í skýli fyrir börn, fullorðna og eldri borgara
• Vinna með fötluðum börnum og hestum, kenna börnum að umgangast hesta.
Styttri tíma verkefni:
• Í skólum og leikskólum
• Með fötluðum börnum, í skólum og á heimilum.
• Með götubörnum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Á skrifstofu sjálboðaliðasamtakanna VASE
• Á Áfangaheimili fyrir unglingsstelpur sem eru fórnarlömb kynferðisafbrota
• Á heimili fyrir eldri konur
• Félagsheimili fyrir börn og ungt fólk
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.
Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Vase samtakanna í Ekvador: www.volunteervase.org/