Kólumbía er þriðja fjölmennasta landið í rómönsku Ameríku, á eftir Mexikó og Brasilíu. Landið er staðsett í norð-vestur horni Suður-Ameríku og á landamæri við Venezuela, Perú, Brasilíu, Ecuador og Panama. Hvernig fer ég þangað: Verkefni: Nánar um verkefnin má finna hér: ICYE.org Heimasíða samtakanna í landinu: Reynslusögur: Bjarki Már fór til Kólumbíu í Steps verkefni haustið 2015 og vann í verkefninu Fundación Colombianitos. Grein um sjálfboðastarfið hans birtist á Vísi: Hér
Alls búa 48 milljón manns í Kólumbíu, og er menning Kólumbíu mjög fjölbreytt og skiptist svolítið eftir því í hvaða hluta landsins þú ert stödd/staddur.
Opinbert tungumál Kólumbíu er spænska, en 68 önnur tungumál og mállýskur eru töluð í landinu.
Höfuðborg Kólumbíu heitir Bogotá, staðsett í 2.625 metra hæð yfir sjávarmáli og alls búa tæplega 8 milljónir í borginni sjálfri.
Sjálfboðaliðastörf í Kólumbíu með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin
• Vinna með börnum og unglingum sem hafa átt miserfið líf
• Ungir afbrotamenn
• Skýli fyrir heimilislausa eldriborgara
• Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
• Endurhæfing fyrir fólk sem á við eiturlyfjavandamál að stríða
• Matargjöf fyrir fátæk börn, einnig er veitt pössun eða kennsla.
• Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
• Endurskipulegging hverfis með það að hugsjón að fá ungt fólk til að taka þátt.
• Samtök sem styðja við femínisma og kynjafræðslu
• Vinna með nemum á háskólastigi. Auglýsa utan skóla tómstundir og klúbba
• Kennsla fyrir ungt fólk, leiðtogaþjálfun, kynfræðsla og forvarnir gegn eiturlyfjum eru helstu áherslur.
• Félagsheimili fyrir börn
• Leikskólar
• Listamiðstöð þar sem börn eru hvött til að tjá sig með list.
• Vinna í grunnskólum og menntaskólum
• Vinna á skrifstofu ICYE í Kólumbíu
Heimasíða ACI samtakanna í Kólumbíu: ACI