Kosta Ríka er eitt 7 landa í Mið-Ameríku, og er staðsett milli Nicaragua og Panama.
Landslag Kosta  Ríka er mjög fjölbreytt þrátt fyrir stærð þess, hvítar sólarstrendur, regnskógar, eldfjöll og fossar. Landið er staðsett við miðbaug og er þar einungis talað um tvær árstíðir: regntíð og þurrkar. Regntímabilið stendur yfir frá apríl til um miðjan nóvember. Eins og nafnið gefur til kynna er mikil úrkoma á þessum tíma og getur hitastigið farið niðrí 13°, sem hljómar ekki svo slæmt fyrir okkur Íslendinga en vert er að hafa í huga að rakastigið er einnig mjög hátt þannig að komið endilega með peysurnar ykkar.
Þurrtíðin stendur yfir frá nóvember til mars. Á þessum tíma árs er heitt og mikil sólskin, heitast er við ströndina en í höfuðborginni helst hitinn aðeins mildari eða 26°.

Opinbert tungumál landsins er spænska, gjaldmiðillinn nefnist Colones og höfuðborgin er San José.
Íbúarfjöldi landsins er um 5 milljónir og er mikill meirihluti þeirra Kaþólskir.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kosta Ríka með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin.

 •  Styttri tíma verkefni (Steps) eru í boði frá 2-16 vikna.
 •  Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

 • Vinna í skólum sem aðstoðamaður kennara
 • Skýli fyrir börn með erfitt heimilislíf
 • Stuðnings stofnun fyrir ungar mæður og börnin þeirra
 • Samtök sem hlúa að yfirgefnum börnum sem hafa orðið fyrir áreitni
 • Skóli fyrir fötluð börn
 • Barna umsjá
 • Barnaspítali
 • Aldraðarheimili
 • Stofnun sem tekur að sér vilt dýr sem hafa verið í haldi ólöglega, markmiðið er endurhæfing fyrir náttúruna
 • Umsjá með sjávardýrum
 • Stofnun sem viðheldur allskonar smádýrum.
 • Umsjá með skjaldbökum í útrýmingarhættu
 • Varðveisla á rauðum og grænum Macaws (páfagaukar)
 • Garðyrkjustörf
 • Umhyrða að stóru skóglendi
 • Verkefni í Þjóðgarði
 • Skýli fyrir heimilislausa
 • Skrifstofa ACI Costa Rica (ICYE)
 • Uppbygging á samfélagi

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: Verkefnalisti en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.

Heimasíða samtakanna í landinu:

Heimasíða ACI samtakanna í Kosta Ríka: http://www.aci.cr/index.php?lang=en

La Marta Wildlife Refuge er mjög vinsælt verkefni þar sem sjálfboðaliðinn hjálpar við að sinna villtum dýrum, hreiðrum þeirra, mata dýrin og huga að enduruppbyggingu dýranna til að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Dýrunum hafa verið bjargað úr ýmsum aðstæðum. Sjálfboðaliðinn býr í verkefninu eða hjá fósturfjölskyldu. Verkefnið er einungis til lengri tíma, 6 eða 12 mánuði. Brottför í janúar eða ágúst.

Stefán Þór vann í verkefninu í 6 mánuði fyrri hluta árs 2015 og gerði þetta flotta myndband.