Mósambík er stórt land í suðaustanverðri Afríku með landamæri að Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu, Malaví, Sambíu og Simbabve. Alls búa um 24-25 milljónir íbúa í landinu. Höfuðborgin Mapútó er staðsett syðst í landinu og þar búa tæplega tvær milljónir manna. Borgin var kölluð „Perla Afríku“ á nýlendutímanum og ef vel er að gáð má finna margt sem minnir á þá tíma. Í norður- og miðhéruðum Mósambík er hitabeltisloftslag en í suðurhéruðunum er loftslagið heittemprað. Þrátt fyrir breytileika í veðurfari eru tvær árstíðir einkennandi fyrir allt landið. Regntíminn, en þá er heitt, byrjar í október og honum lýkur í mars. Þurrkatíminn er kaldari og nær hann frá apríl til september. Heitast er í norðurhluta landsins á regntímanum en þá nær hitinn að jafnaði allt að 45 °C að degi til. Þjóðfélag Mósambík er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, – maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins s.s Malaví og Swasilands. Mikill munur er á menningu nyrst og syðst í Mósambík, í nyrðstu eru arabísk áhrif áberandi og syðst portúgölsk. Til sveita er mikið dansað og sungið. Marrabenta er vinsæll dans sem er ríkjandi í suðurhluta Mósambík, en þar kemur saman hefðbundin Mósambískur dans og Portúgölsk tónlist. Mósambíkar eru að mörgu leyti líkir Íslendingum. Þeir hafa svipaða kímnigáfu, gera gjarnan gys að sjálfum sér og hlæja mikið. Þeir eru yfirleitt glaðlegir og elskulegir og er eftirtektarvert að þeir bjóða gjarnan góðan dag þegar þeir mæta fólki á götu. Í Mósambík eru töluð um 20 tungumál. Flestir tala mál sem tilheyra málaflokknum sínum. Opinbera tungumálið í Mósambík er Portúglaska. Hvernig fer ég þangað: Verkefni: Lengri tíma verkefni: Styttri tíma verkefni: Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is. Reynslusögur: Sigrún Magnea fór til Mósambík 2014: Viðtal við Sigrúnu á FM957 Hildur Sólmundsdóttir fór til Mósambík 2016: Bloggið hennar Hildar Heimasíða samtakanna í landinu:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.
• Stuðningsverkefni fyrir fólk sem þjáist af HIV
• Forvarnaverkefni gegn HIV og eiturlyfjum
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára sem búa við erfiðar aðstæður
• Barnaafhvarf þar sem sjálfboðaliðar vinna með börnum við ýmiskonar frístundir.
• Listasetur fyrir ung börn til að læra og njóta þess að skapa
• Skóli fyrir börn sem búa á götunni og munaðarleysingja.
• Stuðningur fyrir munaðarlaus börn til að undirbúa þau fyrir framtíðina
• Samtök sem vinna að því að gera lýðræðið og ríkisstjórn í landinu skilvirkara
• Heimili fyrir fötluð börn
• Verkefni sem berjast fyrir ýmsum mannréttindum, uppbyggingu samfélaga og heilbrigðismálum
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára með það markmið að endurkynna þau inní fjölskyldur sínar
• Verkefni þar sem börnum er veitt kennsla og heimili.
• Stuðningsheimili fyrir börn sem lifa með HIV
• Heimili fyrir fötluð börn
• Samfélagsverkefni sem vinnur að því að veita fólki ásættanleg lífsskilyrði
• Verkefni sem veitir ungu fólki kennslu og þjálfun í að skapa ýmsa hluti úr viði, stáli og leðri. Markmiðið er að veita þessum krökkum hæfileikana til þess að geta átt vinnu í framtíðinni.
Heimasíða Ajude samtakanna í Mósambík: AJUDE Mozambique