Lýðveldið Suður-Kórea (Taehan Min’guk) er annað tveggja landa á Kóreuskaganum í Asíu. Heildarflatarmál landsins er u.þ.b. 99.274 km² og það nær yfir u.þ.b. 45% Kóreuskagans. Höfuðborg landsins er Seúl (Seoul).

Tungumál er Kóreska og gjaldmiðill er Vonn (1 USD = 1175 Won). Landið lenti í miklum efnahagsþrengingum á 10 áratugnum en í dag er efnahagur landsins nokkuð sterkur þökk sé heimsþekktum hátækni- og bílaframleiðslufyrirtækjum. Til dæmis eru merki líkt og Samsung, LG og Hyundai hvað þekktust merkja frá Suður-Kóreu.
Suður-Kóreubúar virða þá sem eldri eru mjög mikið og spyrja oft hversu gamalt fólk er og jafnvel hvort að þú sért gift/ur, en þannig er oft litið á að þú telst ekki til fullorðinna manna tölu nema vera giftur. Hjónaband er talið vera það mikilvægasta sem hver manneskja gerir í sínu lífi. Suður-Kóreubúar eru mjög mikið fjölskyldufólk. Venjulegt heimili í Suður-Kóreu er heldur ólíkt okkar lifnaðarháttum, en þar er ekki sér herbergi, eins og svefnherbergi, stofa eða borðstofa, heldur eru mikið um mottur og dýnur á gólfinu og er það nýtt eftir hentugleika hverju sinni.

Hvernig fer ég þangað:
AUS býður upp á sjálfboðaverkefni í gegnum ICYE Long Term, en það eru lengri tíma verkefni í 6 eða 12 mánuði. Brottfarir eru í ágúst og janúar á ári hverju.

Verkefni:
Mikið er af allskonar verkefnum tengdum velfarnað barna eins og vinna með munaðarlausum börnum, hreyfihömluðum börnum og almenn kennsla fyrir börn með færri tækifæri.

Heimasíða samtakanna í Suður-Kóreu:
ICYE South Korea: http://www.icye.or.kr/