Posts

Nígería

Nígería er land í vestur Afríku. Vesturhluti landsins liggur að Atlantshafi en landið liggur líka að Níger, Kamerún, Chad og Benín. Nígería er oft kölluð risi Afríku vegna fjölda íbúa og stærð hagkerfis landsinns. Nígería er fjölmennasta land Afríku og sjöunda fjölmennasta land heims. Landið nær yfir 923,768 ferkílómetra og íbúar eru yfir 180 miljón talsinns. Í Nígeríu búa yfir 500 þjóðflokkar og hver og einn þeirra hefur sín áhrif á menningu þjóðarinnar, stærstir þjóðflokkana eru Hausa, Igbo og Yoruba. Allir 500 þjóðflokkarnir tala yfir 500 tungumál en opinbert tungumál landsinns er þó enskan alkunna. Landið var undir yfirráðum Breta þangað til að það fékk sjálfstæði árið 1960, síðar gekk mikið á í landinu og borgarastyrjöld braust út á árunum 1967-70 og landið sveiflaðist svo milli þess að vera borgaralýðræði og einræðiríki en stöðugt lýðræði hefur verið frá 1999. Í  Nígeríu finnur þú allar öfgar sem þú getur hugsað þér; lífshættuleg en gullfalleg dýr, risavaxin ríkidæmi og algjöra fátækt, algjört þéttbýli í borgum og strjábýli á náttúrusvæðum og þar kynnistu menningu sem er algjör andstæða við vestræna menningu. Nígería sem áfangastaður er einn skemmtilegasti valkosturinn til að skoða í Afríku.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Nígeríu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Á leikskóla
  • Í blindrafélagi
  • Í grunnskóla
  • Hjá Rauða Krossinum
  • Á útvarpsstöð í Háskólanum í Lagos
  • Mannréttindaverkefni
  • Aðstoð í leiklistadeild í framhaldsskóla
  • Í samtökum sem veita fræðslu um HIV/AIDS og berjast fyrir misnotkun og ofbeldi
  • Hjúkrunarheimili fyrir börn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Nígería er á Facebook

Tansanía

Tansanía er land í Austur-Afríku. Indlandshaf liggur að landinu í austri og landamæri þess liggja að Keníu, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Kongó, Sambíu, Malaví og Mósambík. Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku er að finna í Norðaustur Tansaníu. Sansibar eyjar eru vinsæll og gífurlega fallegur áfangastaður sem liggja meðfram strönd Tansaníu.  Stór hluti Viktoríuvatns, sem er stærsta stöðuvatn afríku, liggur í norðurhluta Tansaníu, en umhverfið í kringum vatnið er mjög fallegt. Landið er 947,303 fermetrar og fólksfjöldinn er um 52 milljónir og þykir því landið mjög þéttbýlt. Opinber tungumál Tanzaníu eru Swahili og enska en þar eru líka töluð tungumál frá öllum tungumálafjölskyldum Afríku.

Tansanía er fjölbreytt land og samanstendur af ýmsu m kynþáttum og þjóðfélagshópum. Inngrip Evrópskra þjóða inní Tanzaníu byrjaði á 19 öldinni þegar Þýskaland stofnaði Þýsku Austur-Afríku sem varð svo að Breskri nýlendu eftir fyrri heimstyrjöldina. Árið 1964 var svo þjóðin Tansanía sjálfstætt ríki eins og heldur því enn þann daginn í dag.

Umhverfi og dýralíf Tansaníu minnir einna helst á David Attenborough heimildarmynd eða Konung Ljónanna, allt frá fílum og blettatígrum til antilópa og bavíana. Maður þarf helst að klípa sig til að átta sig á hvað bæri á fyrir framan augun á manni, alveg hreint stórkostlegt.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Kennsluverkefni
  • Munaðarleysingjahæli
  • Félagsheimili fyrir börn sem eiga erfitt heima fyrir
  • Á heimili fyrir andlega fötluð börn
  • Í samtökum sem veita aðstoð með heimaþjónustu, heimakennslu og heilbrigiðismál
  • Í samtökum sem berjast fyrir og veita fræðslu um bætta heilbrigðisþjónustu, fyrir menntun og gegn fátækt.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Untied Planet samtakanna í Tansaníu: United Planet Tansanía

Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Vinna á leikskóla
  • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
  • Vinna með heimilislausum
  • Við náttúruvernd
  • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
  • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
  • Æfingabúðir fyrir fatlaða
  • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
  • Í endurhæfingu fyrir götustráka
  • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
  • Skjaldbökuverkefni
  • Kennsluverkefni
  • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
  • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
  • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
  • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
  • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
  • Umhverfisverkefni
  • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
  • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
  • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
  • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
  • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras 

Úganda

Úganda er tiltölulega lítið land miðað við önnur lönd í Afríku. Landið er staðsett í austurhluta Afríku og á landamæri við Tanzaníu, Súdan, Congó, Kenya og Rwanda. Í landinu búa um 35 milljónir manns og ríkjandi tungumál er enska, höfuðborg landsins heitir Kampala. Mikið er um náttúrufegurð í Úganda, sem dæmi má nefna Viktoríuvatn og áin Níl sem liggur í gegnum landið en bæði áin og vatnið gefa af sér frjósamt land við bakka þeirra.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Úganda með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Í Úganda er mikið af verkefnum í boði, meðal annars:

  • Á heimili fyrir aldraða
  • Vinna í grunnskólum og leikskólum
  • Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
  • Stuðningsverkefni
  • Á heilsugæslum
  • Á munaðarleysingjaheimili
  • Í skóla fyrir blind og heyrnalaus börn
  • Í umhverfisverkefni
  • Á heimili fyrir aldraða með fatlanir
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fjölskyldur fólks með HIV/AIDS eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum fyrir munaðarlaus börn með HIV eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fátæk börn
  • Í samtökum fyrir fólk, sérstaklega konur, sem eru smitaðar af HIV
  • Dýraverkefni í kennslumiðstöð um villt dýr við Viktoríuvatn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

Úganda Volunteers for Peace/ U.V.P

Indland

Indland er stórt land í Asíu. Landið skiptist í mörg héruð og er menning landsins jafn mismunandi og héruðin eru mörg. Hvert og eitt hérað heldur upp á sína menningu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og má segja að menningararfur Indverja sé með þeim eldri í heiminum.

Höfuðborg landsins er Nýja-Delí og eru opinber tungumál enska og hindí. Indland er annað fjölmennasta land í heiminum á eftir Kína, en íbúar landsins eru yfir 1 milljarður. Þrátt fyrir þennan íbúafjölda er Indland sjöunda stærsta land í heiminum. Stærstur hluti íbúa er Hindúatrúar. Í jafn fjölmennu landi og Indlandi eru ótal tungumál töluð. Hver og eitt hérað á sitt eigið tungumál.

Indland er þekkt fyrir góðan mat, og nota Indverjar allskyns krydd og annað til að bragðbæta matinn. Menningin og fatnaðurinn er ákaflega fallegur og gerir landið að áhugaverðum stað til að heimsækja.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Indlandi eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

 

Verkefni:

Verkefnin eru flest öll í héraðinu Karnataka og í höfuðborg héraðsins; Bangalore.

  • Vinna á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn eða börn í fátækt.
  • Enskukennsla
  • Kennsla í skólum fyrir börn með færri tækifæri
  • Vinna í skóla fyrir börn með fjölfatlanir
  • Allskyns verkefni í frjálsum félagasamtökum, mörg verkefnanna ná til barna og kvenna í erfiðum aðstæðum og mannréttindamála. Sum verkefnanna henta félagsráðgjöfum vel
  • Vinna í athvarfi og skóla fyrir götubörn
  • Vinna á heimili fyrir aldraða
  • Hjá félagasamtökum sem berjast fyrir réttindum barna
  • Á heimili fyrir konur með fatlanir
  • Vinna í félagasamtökum fyrir börn með CP fötlun.
  • Vinna í góðgerðasamtökum fyrir andlega veikt fólk, heimilislaust fólk, fíkla og aðra sem eiga sárt um að binda.
  • Vinna með heimilislausum
  • Vinna í tónlistarskóla
  • Vinna í dýraathvarfi
  • Ýmiskonar kennsla í skólum, tölvukennsla, leiklist, eða hvar sem styrkleikar sjálfboðaliðans liggja
  • Vinna í heilsuverkefni fyrir fólk með HIV/AIDS
  • Verkefni í félagasamtökum sem stuðla að heilsu og uppbyggingu kvenna sem verða útundan í samfélaginu – fjölbreytt vinna sem leitar eftir hjúkrunarfræðingum eða nemum
  • Vinna í félagasamtökum sem stuðla að aðstoð og endurhæfingu fyrir fólk með holdsveiki,HIV/AIDS og fatlanir.

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICDE India: www.icdeindia.org/