Filippseyjar er ríki í Asíu sem samanstendur af 7107 eyjum. Kristni er stærsta trúin, og móðurmálin eru filipínó og enska. Veðrið er frekar stöðugt yfir árið, meðalhiti 26,6 gráður á celsíus. Kaldasti mánuðurinn er í janúar en sumarið er frá Mars til Maí. Júní til Október er rigningar- og hvirfilbylatímabil.
Um 92 milljónir manna búa á Filippseyjum, sem gerir landið 12 fjölmennasta ríki í heimi. Menningin í landinu er því fjölbreytt. Vinátta og fjölskylda er mjög mikilvæg ásamt að vera trúrækin og gestrisin. Maturinn er fjölbreyttur, til dæmis mikið um svínakjöt og hrísgrjón. Eyjarnar voru um tíma spænsk nýlenda og er því hluti af menningunni undir áhrifum frá spænskri menningu.
Hvernig fer ég þangað: Sjálfboðaliðastörf á Filipseyjum með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Verkefni:
Dæmi um verkefni á Filippseyjum:
Kennsluverkefni
Vinna á skrifstofu samtakanna
Vinna í samtökum heyrnalausra
Barnaverefni
Vinna í skóla, t.d við enskukennslu og aðstoða við ýmis störf
Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.
Argentína er næst stærsta landið í Suður-Ameríku og áttunda stærsta í heiminum. Buenos Aires er höfuðborgin og stærsta borg landsins. Eins og í öðrum löndum Suður-Ameríku er töluð spænska en einnig önnur evrópumál svosem ítalska, enska og þýska. Stundum er sagt að Argentínubúar tali spænsku með ítölskum hreim, en einnig er talað slangur sem er blanda af spænsku og ítölsku. Matarmenningin er blanda af pasta, rauðvíni og nautakjöti en fer líka eftir landssvæðum, til dæmis í norðurhluta landsins eru sætar kartöflur og jurtir vinsæll matur.
Argentína nær frá Andes fjöllunum í vestri og til suðurhluta Atlantshafs. Landslagið er því mismunandi.
Mikill meirihluti íbúa eiga rætur sínar að rekja til Evrópu, ólíkt öðrum þjóðum í Suður-Ameríku. Meirihluti þjóðarinn eru kaþólikkar. Fótbolti er vinsælasta íþróttin, en þjóðaríþróttinn er þó Pato sem er blanda af Póló og Körfubolta (leikmenn eru á hestum en eiga að koma boltanum í körfu). Ekki má gleyma hinum víðfræga Tangó-dansi sem á rætur sínar í Argentínu. Argentína hefur alið af sér nokkra bestu fótboltamenn heims: Lionel Messi, Diego Maradona, Carlos Tevez og Javier Zanetti. Aðrið þekktir Argentínubúar eru Biskupinn í Róm; Frans Páfi og Che Guevera, byltingasinni.
Hvernig fer ég þangað: Sjálfboðaliðastörf í Argentínu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju
Verkefni:
Leikskólar
Skrifstofa Argentísku ICYE samtakanna
Vinna á ýmis konar barnaheimilum
Vinna með götubörnum
Vinna að því að styrkja börn sem eiga félagslega erfitt. Mismunandi eftir verkefnum en í því felst oft sköpun og skipulagning á „workshop“ fyrir krakkana.
Vinna í skólum
Skrifstofuvinna sem kemur að félagsþjónustu
Lífræn framleiðsla. Aðstoða við garðyrkjustörf sem stuðla að sjálfbærri þróun. Unnið með krökkum.
Verkefnin í Argentínu má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.
Gistiaðstaða:
Sjálfboðaliðarnir gista saman í þar tilgerðum sjálfboðaliðahúsum nálægt þeirra verkefni. Ef að sjálfboðaliðahúsin eru full þá gista þeir á hostelum eða host-fjölskyldum.
Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (Reiknivélina má finna með því að smella hér) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.
Myndband frá einu verkefni í Argentínu
Hér má sjá myndband frá verkefninu Uniendo Caminos – A city for everyone
Brasilía er fjölmennasta land rómönsku ameríku og jafnframt stærsta landið í Suður-Ameríku, en það er staðsett á austurströnd S-A. Landið skiptist í fimm svæði, og er hvert öðru ólíkt. Þar búa um það bil 180 milljónir og er menningin mjög litrík og fjölbreytt. Opinbert tungumál Brasilíu er portúgalska, sem hefur þó sinn sérstæða hreim svo heimamenn vilja frekar kalla það brasilísku.
Höfuðborg Brasilíu heitir Brasilía og er þekkt fyrir sérstæðan arkitektúr sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Með stærri borgum í Brasilíu eru svo Rio de Janeiro og Sao Paolo. Sao Paolo er stærsta borgin en Rio de Janeiro er líklegast sú frægasta, þekktust fyrir mikið næturlíf, samba, carnival og fótbolta.
Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Brasilíu eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum
Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga.
Verkefni:
Í grunnskóla
Hjá KFUM og K við ýmis námskeið
Á frístundaheimili
Með götubörnum
Við kennslu fyrir fötluð börn
Vinna með borgarráði í borginni Forquilinha við ýmis verkefni
Heimili fyrir börn sem berjast við ýmis vandamál; veikind, fátækt eða annað
Úganda er tiltölulega lítið land miðað við önnur lönd í Afríku. Landið er staðsett í austurhluta Afríku og á landamæri við Tanzaníu, Súdan, Congó, Kenya og Rwanda. Í landinu búa um 35 milljónir manns og ríkjandi tungumál er enska, höfuðborg landsins heitir Kampala. Mikið er um náttúrufegurð í Úganda, sem dæmi má nefna Viktoríuvatn og áin Níl sem liggur í gegnum landið en bæði áin og vatnið gefa af sér frjósamt land við bakka þeirra.
Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Úganda með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.
Verkefni:
Í Úganda er mikið af verkefnum í boði, meðal annars:
Á heimili fyrir aldraða
Vinna í grunnskólum og leikskólum
Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
Stuðningsverkefni
Á heilsugæslum
Á munaðarleysingjaheimili
Í skóla fyrir blind og heyrnalaus börn
Í umhverfisverkefni
Á heimili fyrir aldraða með fatlanir
Í samtökum sem veita stuðning fyrir fjölskyldur fólks með HIV/AIDS eða fórnarlömb stríðs
Í samtökum fyrir munaðarlaus börn með HIV eða fórnarlömb stríðs
Í samtökum sem veita stuðning fyrir fátæk börn
Í samtökum fyrir fólk, sérstaklega konur, sem eru smitaðar af HIV
Dýraverkefni í kennslumiðstöð um villt dýr við Viktoríuvatn
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.