Kenýa er land í heimsálfunni Afríku með höfuðborgina Nairobi. Íbúafjöldi í landinu öllu er yfir 40 milljónir en aðeins 4 milljónir manna hafa atvinnu, 30% þeirra eru kvenmenn. Þjóðartekjur landsins byggjast að mestu á landbúnaði og ferðamennsku.
Fyrsta tungumál Kenýabúa er þeirra eigið ættbálkatungumál en opinber tungumál eru Swahili og enska. Langflestir Kenýubúar eru kristnir en þó má finna önnur trúarbrögð innan landins.
Í Kenýa má finna “Hin stóru fimm”(“Big five”) dýr; ljón, hlébarði, nashyrningur, fíll og buffalo en í landinu er stórfenglegt dýralíf.
Kenýa er einstaklega fallegt land þekkt fyrir ótal þjóðgarða sína. En þar er einnig fallegt landslag, strendur og menning sem vert er að upplifa
Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Kenýa eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum
- Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
- Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga
Verkefni:
- Leikskóli
- Skóli
- Skóli fyrir fatlaða
- Vinna í fátækrahverfum með t.d. götubörnum eða með atvinnulausum
- Munaðarleysingjahæli
- Handverkstæði
- Bókasafn
- Sérstakt verkefni sem má innleiða í ákveðin svæði(eftir þinni hugmynd)
- Herferðir bólusetningu
- Upplýsingafundir um getnaðarvarnir og rétta heilsugæslu
- Sjálfboðaliði á sjúkrahúsi
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
Heimasíða samtakanna í Kenýa