Posts

Taívan

Taívan er eyja í kyrrahafinu sem er undir stjórn Kínverska ríkisins. Taívan er 36,193 fe rkílómetrar að stærð og á eyjunni búa um 23 milljon manns sem gerir hana að einum þéttbýlasta stað í heimi . Opinbert tungumál Taívan er Mandarín sem er mest talaðasta tungumál jarðar.  Eyjan var aðallega búsett með frumbyggjum áður en Hollendingar og Spánverjar „fundu“ eyjuna á 17 öld. Eyjan var svo tekin yfir af Kínverjum árið 1662. Það var svo ekki fyrr en 1895 þegar yfirráðin voru færð yfir til Japana. Þegar Japanar gáfu upp leikinn árið 1945 fékk svo Kínverska ríkið yfirráð yfir eyjuni. Þetta gerir að verkum að menningin þeirra er skemmtilegt mix af kínverskrimenningu, sem er þó sniðið að frumbyggja menninguni, japanskri menningu og vestrænni menningu.
Þrátt fyrir mikið þéttbýli er hægt að finna töfrandi náttúru þar sem hvítur sandur, sandsteinn og grænir skógar eru í aðalhlutverkum. Landið skorar mjög hátt á heimslista varðandi tjáningarfrelsi, heilbrigðis- og skólakerfi, efnahagsfrelsi og þróun lífskjara og meðalmaðurinn hefur það nokkuð gott.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Taívan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Dagvistun fyrir fötluð börn
  • Heimili fyrir aldraða
  • Enskukennsla
  • Dagheimili fyrir fólk með ýmsar fatlanir

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Taiwan er á Facebook: https://www.facebook.com/Taiwan.ICYE

Tansanía

Tansanía er land í Austur-Afríku. Indlandshaf liggur að landinu í austri og landamæri þess liggja að Keníu, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Kongó, Sambíu, Malaví og Mósambík. Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku er að finna í Norðaustur Tansaníu. Sansibar eyjar eru vinsæll og gífurlega fallegur áfangastaður sem liggja meðfram strönd Tansaníu.  Stór hluti Viktoríuvatns, sem er stærsta stöðuvatn afríku, liggur í norðurhluta Tansaníu, en umhverfið í kringum vatnið er mjög fallegt. Landið er 947,303 fermetrar og fólksfjöldinn er um 52 milljónir og þykir því landið mjög þéttbýlt. Opinber tungumál Tanzaníu eru Swahili og enska en þar eru líka töluð tungumál frá öllum tungumálafjölskyldum Afríku.

Tansanía er fjölbreytt land og samanstendur af ýmsu m kynþáttum og þjóðfélagshópum. Inngrip Evrópskra þjóða inní Tanzaníu byrjaði á 19 öldinni þegar Þýskaland stofnaði Þýsku Austur-Afríku sem varð svo að Breskri nýlendu eftir fyrri heimstyrjöldina. Árið 1964 var svo þjóðin Tansanía sjálfstætt ríki eins og heldur því enn þann daginn í dag.

Umhverfi og dýralíf Tansaníu minnir einna helst á David Attenborough heimildarmynd eða Konung Ljónanna, allt frá fílum og blettatígrum til antilópa og bavíana. Maður þarf helst að klípa sig til að átta sig á hvað bæri á fyrir framan augun á manni, alveg hreint stórkostlegt.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Kennsluverkefni
  • Munaðarleysingjahæli
  • Félagsheimili fyrir börn sem eiga erfitt heima fyrir
  • Á heimili fyrir andlega fötluð börn
  • Í samtökum sem veita aðstoð með heimaþjónustu, heimakennslu og heilbrigiðismál
  • Í samtökum sem berjast fyrir og veita fræðslu um bætta heilbrigðisþjónustu, fyrir menntun og gegn fátækt.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Untied Planet samtakanna í Tansaníu: United Planet Tansanía

Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Vinna á leikskóla
  • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
  • Vinna með heimilislausum
  • Við náttúruvernd
  • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
  • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
  • Æfingabúðir fyrir fatlaða
  • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
  • Í endurhæfingu fyrir götustráka
  • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
  • Skjaldbökuverkefni
  • Kennsluverkefni
  • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
  • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
  • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
  • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
  • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
  • Umhverfisverkefni
  • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
  • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
  • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
  • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
  • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras 

Kenýa

Kenýa er land í heimsálfunni Afríku með höfuðborgina Nairobi. Íbúafjöldi í landinu öllu er yfir 40 milljónir en aðeins 4 milljónir manna hafa atvinnu, 30% þeirra eru kvenmenn. Þjóðartekjur landsins byggjast að mestu á landbúnaði og ferðamennsku.

Fyrsta tungumál Kenýabúa er þeirra eigið ættbálkatungumál en opinber tungumál eru Swahili og enska. Langflestir Kenýubúar eru kristnir en þó má finna önnur trúarbrögð innan landins.

Í Kenýa má finna “Hin stóru fimm”(“Big five”) dýr; ljón, hlébarði, nashyrningur, fíll og buffalo en í landinu er stórfenglegt dýralíf.

Kenýa er einstaklega fallegt land þekkt fyrir ótal þjóðgarða sína. En þar er einnig fallegt landslag, strendur og menning sem vert er að upplifa

Hvernig fer ég þangað:
Verkefni í Kenýa eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Leikskóli
  • Skóli
  • Skóli fyrir fatlaða
  • Vinna í fátækrahverfum með t.d. götubörnum eða með atvinnulausum
  • Munaðarleysingjahæli
  • Handverkstæði
  • Bókasafn
  • Sérstakt verkefni sem má innleiða í ákveðin svæði(eftir þinni hugmynd)
  • Herferðir bólusetningu
  • Upplýsingafundir um getnaðarvarnir og rétta heilsugæslu
  • Sjálfboðaliði á sjúkrahúsi

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

 Heimasíða samtakanna í Kenýa

Mósambík

Mósambík er stórt land í suðaustanverðri Afríku með landamæri að Suður-Afríku, Svasílandi, Tansaníu, Malaví, Sambíu og Simbabve. Alls búa um 24-25 milljónir íbúa í landinu.

Höfuðborgin Mapútó er staðsett syðst í landinu og þar búa tæplega tvær milljónir manna. Borgin var kölluð „Perla Afríku“ á nýlendutímanum og ef vel er að gáð má finna margt sem minnir á þá tíma.

Í norður- og miðhéruðum Mósambík er hitabeltisloftslag en í suðurhéruðunum er loftslagið heittemprað. Þrátt fyrir breytileika í veðurfari eru tvær árstíðir einkennandi fyrir allt landið. Regntíminn, en þá er heitt, byrjar í október og honum lýkur í mars. Þurrkatíminn er kaldari og nær hann frá apríl til september. Heitast er í norðurhluta landsins á regntímanum en þá nær hitinn að jafnaði allt að 45 °C að degi til.

Þjóðfélag Mósambík er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, – maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins s.s Malaví og Swasilands. Mikill munur er á menningu nyrst og syðst í Mósambík, í nyrðstu eru arabísk áhrif áberandi og syðst portúgölsk. Til sveita er mikið dansað og sungið. Marrabenta er vinsæll dans sem er ríkjandi í suðurhluta Mósambík, en þar kemur saman hefðbundin Mósambískur dans og Portúgölsk tónlist.

Mósambíkar eru að mörgu leyti líkir Íslendingum. Þeir hafa svipaða kímnigáfu, gera gjarnan gys að sjálfum sér og hlæja mikið. Þeir eru yfirleitt glaðlegir og elskulegir og er eftirtektarvert að þeir bjóða gjarnan góðan dag þegar þeir mæta fólki á götu.

Í Mósambík eru töluð um 20 tungumál. Flestir tala mál sem tilheyra málaflokknum sínum. Opinbera tungumálið í Mósambík er Portúglaska.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Mósambík með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.
• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Lengri tíma verkefni:
• Stuðningsverkefni fyrir fólk sem þjáist af HIV
• Forvarnaverkefni gegn HIV og eiturlyfjum
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára sem búa við erfiðar aðstæður
• Barnaafhvarf þar sem sjálfboðaliðar vinna með börnum við ýmiskonar frístundir.
• Listasetur fyrir ung börn til að læra og njóta þess að skapa
• Skóli fyrir börn sem búa á götunni og munaðarleysingja.
• Stuðningur fyrir munaðarlaus börn til að undirbúa þau fyrir framtíðina
• Samtök sem vinna að því að gera lýðræðið og ríkisstjórn í landinu skilvirkara
• Heimili fyrir fötluð börn
• Verkefni sem berjast fyrir ýmsum mannréttindum, uppbyggingu samfélaga og heilbrigðismálum

Styttri tíma verkefni:
• Nokkur barnaskýli fyrir börn á aldrinum 0-18 ára með það markmið að endurkynna þau inní fjölskyldur  sínar
• Verkefni þar sem börnum er veitt kennsla og heimili.
• Stuðningsheimili fyrir börn sem lifa með HIV
• Heimili fyrir fötluð börn
• Samfélagsverkefni sem vinnur að því að veita fólki ásættanleg lífsskilyrði
• Verkefni sem veitir ungu fólki kennslu og þjálfun í að skapa ýmsa hluti úr viði, stáli og leðri. Markmiðið er að veita þessum krökkum hæfileikana til þess að geta átt vinnu í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Reynslusögur:

Sigrún Magnea fór til Mósambík 2014: Viðtal við Sigrúnu á FM957

Hildur Sólmundsdóttir fór til Mósambík 2016: Bloggið hennar Hildar

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Ajude samtakanna í Mósambík: AJUDE Mozambique