Taívan er eyja í kyrrahafinu sem er undir stjórn Kínverska ríkisins. Taívan er 36,193 fe rkílómetrar að stærð og á eyjunni búa um 23 milljon manns sem gerir hana að einum þéttbýlasta stað í heimi . Opinbert tungumál Taívan er Mandarín sem er mest talaðasta tungumál jarðar.  Eyjan var aðallega búsett með frumbyggjum áður en Hollendingar og Spánverjar „fundu“ eyjuna á 17 öld. Eyjan var svo tekin yfir af Kínverjum árið 1662. Það var svo ekki fyrr en 1895 þegar yfirráðin voru færð yfir til Japana. Þegar Japanar gáfu upp leikinn árið 1945 fékk svo Kínverska ríkið yfirráð yfir eyjuni. Þetta gerir að verkum að menningin þeirra er skemmtilegt mix af kínverskrimenningu, sem er þó sniðið að frumbyggja menninguni, japanskri menningu og vestrænni menningu.
Þrátt fyrir mikið þéttbýli er hægt að finna töfrandi náttúru þar sem hvítur sandur, sandsteinn og grænir skógar eru í aðalhlutverkum. Landið skorar mjög hátt á heimslista varðandi tjáningarfrelsi, heilbrigðis- og skólakerfi, efnahagsfrelsi og þróun lífskjara og meðalmaðurinn hefur það nokkuð gott.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Taívan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

  • Dagvistun fyrir fötluð börn
  • Heimili fyrir aldraða
  • Enskukennsla
  • Dagheimili fyrir fólk með ýmsar fatlanir

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Taiwan er á Facebook: https://www.facebook.com/Taiwan.ICYE