Argentína
/in land, S-Amerika /by Þórdís GuðmundsdóttirArgentína er næst stærsta landið í Suður-Ameríku og áttunda stærsta í heiminum. Buenos Aires er höfuðborgin og stærsta borg landsins. Eins og í öðrum löndum Suður-Ameríku er töluð spænska en einnig önnur evrópumál svosem ítalska, enska og þýska. Stundum er sagt að Argentínubúar tali spænsku með ítölskum hreim, en einnig er talað slangur sem er blanda af spænsku og ítölsku. Matarmenningin er blanda af pasta, rauðvíni og nautakjöti en fer líka eftir landssvæðum, til dæmis í norðurhluta landsins eru sætar kartöflur og jurtir vinsæll matur. Argentína nær frá Andes fjöllunum í vestri og til suðurhluta Atlantshafs. Landslagið er því mismunandi. Mikill meirihluti íbúa eiga rætur sínar að rekja til Evrópu, ólíkt öðrum þjóðum í Suður-Ameríku. Meirihluti þjóðarinn eru kaþólikkar. Fótbolti er vinsælasta íþróttin, en þjóðaríþróttinn er þó Pato sem er blanda af Póló og Körfubolta (leikmenn eru á hestum en eiga að koma boltanum í körfu). Ekki má gleyma hinum víðfræga Tangó-dansi sem á rætur sínar í Argentínu. Argentína hefur alið af sér nokkra bestu fótboltamenn heims: Lionel Messi, Diego Maradona, Carlos Tevez og Javier Zanetti. Aðrið þekktir Argentínubúar eru Biskupinn í Róm; Frans Páfi og Che Guevera, byltingasinni. Hvernig fer ég þangað: Verkefni: Verkefnin í Argentínu má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér. Gistiaðstaða: Sjálfboðaliðarnir gista saman í þar tilgerðum sjálfboðaliðahúsum nálægt þeirra verkefni. Ef að sjálfboðaliðahúsin eru full þá gista þeir á hostelum eða host-fjölskyldum. Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (Reiknivélina má finna með því að smella hér) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS. Myndband frá einu verkefni í Argentínu Hér má sjá myndband frá verkefninu Uniendo Caminos – A city for everyone Heimasíða samtakanna í landinu: Subir al sur: http://www.subiralsur.org.ar/
Sjálfboðaliðastörf í Argentínu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.