Posts

Suður-Afríka

Suður-Afríka er syðsta landið í Afríku. Landið liggur að suðurhluta Atlantshafsins og Indlandshafi og á landamæri að Namibíu, Botswana og Zimbabwe í norði og Mósambík og Svasílandi í suðri. Einnig er konungsríkið Lesotho, landlukt land í miðri Suður-Afríku.

Menning landsins er nokkuð fjölbreytt enda er þjóð landsins að fjölbreyttum uppruna (multi-ethnic).

Í landinu eru 11 opinber tungumál en enska er þó útbreiddasta tungumálið.  Mikill stöðugleiki hefur ríkt í stjórnmálum seinustu árin miðað við önnur Afríkuríki. Nelson Mandela heitin, fyrrverandi forseti og baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni, er líklegast þekktasti Suður-Afríkubúinn. Höfðaborg og Jóhannesarborg eru þekktustu borgirnar.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Suður-Afríku með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.

Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

The volunteer centre – ICYE South Africa