Posts

Argentína

Argentína er næst stærsta landið í Suður-Ameríku og áttunda stærsta í heiminum. Buenos Aires er höfuðborgin og stærsta borg landsins. Eins og í öðrum löndum Suður-Ameríku er töluð spænska en einnig önnur evrópumál svosem ítalska, enska og þýska. Stundum er sagt að Argentínubúar tali spænsku með ítölskum hreim, en einnig er talað slangur sem er blanda af spænsku og ítölsku. Matarmenningin er blanda af pasta, rauðvíni og nautakjöti en fer líka eftir landssvæðum, til dæmis í norðurhluta landsins eru sætar kartöflur og jurtir vinsæll matur.

Argentína nær frá Andes fjöllunum í vestri og til suðurhluta Atlantshafs. Landslagið er því mismunandi.

Mikill meirihluti íbúa eiga rætur sínar að rekja til Evrópu, ólíkt öðrum þjóðum í Suður-Ameríku. Meirihluti þjóðarinn eru kaþólikkar. Fótbolti er vinsælasta íþróttin, en þjóðaríþróttinn er þó Pato sem er blanda af Póló og Körfubolta (leikmenn eru á hestum en eiga að koma boltanum í körfu). Ekki má gleyma hinum víðfræga Tangó-dansi sem á rætur sínar í Argentínu. Argentína hefur alið af sér nokkra bestu fótboltamenn heims: Lionel Messi, Diego Maradona, Carlos Tevez og Javier Zanetti.  Aðrið þekktir Argentínubúar eru Biskupinn í Róm; Frans Páfi og Che Guevera, byltingasinni.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Argentínu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  •  Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

  • Leikskólar
  • Skrifstofa Argentísku ICYE samtakanna
  • Vinna á ýmis konar barnaheimilum
  • Vinna með götubörnum
  • Vinna að því að styrkja börn sem eiga félagslega erfitt. Mismunandi eftir verkefnum en í því felst oft sköpun og skipulagning á „workshop“ fyrir krakkana.
  • Vinna í skólum
  • Skrifstofuvinna sem kemur að félagsþjónustu
  • Lífræn framleiðsla. Aðstoða við garðyrkjustörf sem stuðla að sjálfbærri þróun. Unnið með krökkum.

Verkefnin í Argentínu má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.

Gistiaðstaða:

Sjálfboðaliðarnir gista saman í þar tilgerðum sjálfboðaliðahúsum nálægt þeirra verkefni. Ef að sjálfboðaliðahúsin eru full þá gista þeir á hostelum eða host-fjölskyldum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (Reiknivélina má finna með því að smella hér) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Myndband frá einu verkefni í Argentínu

Hér má sjá myndband frá verkefninu Uniendo Caminos – A city for everyone

Heimasíða samtakanna í landinu:

Subir al sur:  http://www.subiralsur.org.ar/

Hondúras

Hondúras er land í Mið-Ameríku, landamæri þess liggja við El salvador, Guatemala og  Nikaragúa.  Landið er rétt rúmlega 100.000km. og þar er töluð spænska. Hondúras hýsti mikið af þjóðflokkum fyrir spænska landnámið, og er landið einna ríkast af fornu menningu Mayanna. Eftir „landnámið“ situr þó eftir kaþólsk kristni, fallegar byggingar í rómverskum stíl þó að nokkrir fornamerískir siðir hafi blandast með spænsku siðunum. Í Hondúras er mikil náttúrufegurð og það er eitt þeirra landa heims þar sem líffræðileg  fjölbreytni er hvað mest. Umhverfið einkennist einna helst af miklum skógum og hvítum ströndum.

Hvernig fer ég þangað:

Verkefni í Hondúras eru bæði í boði í Long Term og Steps verkefnum

  • Long term verkefni eru í 6 eða 12 mánuði og hefjast í janúar eða ágúst á hverju ári.
  • Steps – Styttri tíma verkefni eru í 2-16 vikur og hefjast alla mánudaga

Verkefni:

  • Vinna á leikskóla
  • Aðstoð við kennslu í skóla fyrir fötluð börn
  • Vinna með heimilislausum
  • Við náttúruvernd
  • Aðstoðarkennsla með blindum eða sjónskertum börnum
  • Dagvistun fyrir börn með CP-fötlun
  • Æfingabúðir fyrir fatlaða
  • Í samtökum fyrir börn með krabbamein
  • Í endurhæfingu fyrir götustráka
  • Í miðstöð kvennafræða sem berst fyrir kvennréttindum
  • Skjaldbökuverkefni
  • Kennsluverkefni
  • Vinna í skóla fyrir heyrnalaus börn
  • Skammtímavistun fyrir fötluð börn
  • Dagvistun fyrir ung börn einstæðra mæðra
  • Vinnustofa fyrir fólk með geðfatlanir
  • Samtök sem veita börnum, ungu fólki og foreldrum sem búa við erfiðar aðstæður fræðslu um heilbrigiðis og heilsumál
  • Umhverfisverkefni
  • Endurhæfingarverkefni fyrir börn með heilaskaða
  • Heimili fyrir heimilislausa aldraða
  • Skýli fyrir munaðarlausa eða götubörn á aldrinum 8-19 ára
  • Special Olympics Honduras – íþróttakennsla fyrir fatlaða
  • Námssetur sem beitir sér fyrir gagnvirku námi, “interactive learning”

Reynslusögur:

Tryggvi var í Hondúras árið 2014 og segir frá reynslu sinni:

Heimasíða samtakanna í landinu:

ICYE Hondúras er á Facebook: https://www.facebook.com/icyehonduras 

Kólumbía

Kólumbía er þriðja fjölmennasta landið í rómönsku Ameríku, á eftir Mexikó og Brasilíu. Landið er staðsett í norð-vestur horni Suður-Ameríku og á landamæri við Venezuela, Perú, Brasilíu, Ecuador og Panama.
Alls búa 48 milljón manns í Kólumbíu, og er menning Kólumbíu mjög fjölbreytt og skiptist svolítið eftir því í hvaða hluta landsins þú ert stödd/staddur.
Opinbert tungumál Kólumbíu er spænska, en 68 önnur tungumál og mállýskur eru töluð í landinu.
Höfuðborg Kólumbíu heitir Bogotá, staðsett í 2.625 metra hæð yfir sjávarmáli og alls búa tæplega 8 milljónir í borginni sjálfri.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Kólumbíu með AUS eru í boði í gegnum Long term og Steps verkefnin

  • Steps – Styttri tíma verkefnin eru í boði frá 2-16 vikum og hefjast alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:
• Vinna með börnum og unglingum sem hafa átt miserfið líf
• Ungir afbrotamenn
• Skýli fyrir heimilislausa eldriborgara
• Stuðningsverkefni fyrir fötluð börn
• Endurhæfing fyrir fólk sem á við eiturlyfjavandamál að stríða
• Matargjöf fyrir fátæk börn, einnig er veitt pössun eða kennsla.
• Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
• Endurskipulegging hverfis með það að hugsjón að fá ungt fólk til að taka þátt.
• Samtök sem styðja við femínisma og kynjafræðslu
• Vinna með nemum á háskólastigi. Auglýsa utan skóla tómstundir og klúbba
• Kennsla fyrir ungt fólk, leiðtogaþjálfun, kynfræðsla og forvarnir gegn eiturlyfjum eru helstu áherslur.
• Félagsheimili fyrir börn
• Leikskólar
• Listamiðstöð þar sem börn eru hvött til að tjá sig með list.
• Vinna í grunnskólum og menntaskólum
• Vinna á skrifstofu ICYE í Kólumbíu

Nánar um verkefnin má finna hér: ICYE.org

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða ACI samtakanna í Kólumbíu: ACI

Reynslusögur:

Bjarki Már fór til Kólumbíu í Steps verkefni haustið 2015 og vann í verkefninu Fundación Colombianitos. Grein um sjálfboðastarfið hans birtist á Vísi: Hér

Ekvador

Ekvador er land í Suður-Ameríku með landamæri að Perú og Kólumbíu en einnig liggur stór hluti landsins við Kyrrahafið. Landið er lýðveldi, og nefnist á ensku The Republic of Ecuador, eða lýðveldið við Miðbaug en landið liggur við miðbaug jarðar. Þrátt fyrir það er veðurfar landsins fjölbreytt og sama má segja um landslagið, allt frá sólríkum ströndum, Amazon frumskógum og til Andesfjallana, en einnig eru eyjur við landið, Galapagos eyjur.

Opinbert tungumál landsins er spænska en einnig Quechua og er gjaldmiðill landsins Bandaríski dollarinn. Höfuðborgin er Quioto.

Íbúar Ekvador eru að meirihluta kristinnar trúar, eru upp til hópa mikið fjölskyldufólk en þorri landsins er fátækur. Grænmeti og ávextir er vinsæl fæða enda mikið sem vex af því í fjölbreyttu vistkerfi. Einnig er fiskmeti mikið á borðum heimila enda auðvelt að verða sér úti um fersk hráefni.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Ekvador með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Lengri tíma verkefni:
• Í miðstöð fyrir mæður á unglingsaldri, 11-18 ára.
• á útvarpsstöð.
• í leikhúsi.
• á leikskólum.
• Við kennslu í skólum, t.d. við enskukennslu, með fötluðum börnum, með götustrákum
• Í miðstöðvum fyrir götubörn.
• Á skrifstofu VASE sjálfboðaliðasamtakanna
• Að kenna fötluðum börnum tónlist
• Á Munaðarleysingja- og áfangaheimilum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Við Náttúruvernd
• Í skýli fyrir börn, fullorðna og eldri borgara
• Vinna með fötluðum börnum og hestum, kenna börnum að umgangast hesta.

Styttri tíma verkefni:
• Í skólum og leikskólum
• Með fötluðum börnum, í skólum og á heimilum.
• Með götubörnum
• Með krabbameinsveikum börnum
• Á skrifstofu sjálboðaliðasamtakanna VASE
• Á Áfangaheimili fyrir unglingsstelpur sem eru fórnarlömb kynferðisafbrota
• Á heimili fyrir eldri konur
• Félagsheimili fyrir börn og ungt fólk

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér: www.icye.org en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.
ATH: Sum verkefnanna krefjast einhverrar spænsku-kunnátta. Einnig eru sum verkefnin einungis að leita eftir kvenkyns sjálfboðaliðum, vegna verkefna sem sjálfboðaliðinn þarf að sinna.

Heimasíða samtakanna í landinu:
Heimasíða Vase samtakanna í Ekvador: www.volunteervase.org/