ÞÁTTTÖKUGJÖLD Í STEPS – STYTTRI TÍMA VERKEFNUM
Styttri tíma verkefnin eru á bilinu 2 til 16 vikur
Innifalið í þátttökugjöldum er:
• Undirbúningsfræðsla.
• Fæði og húsnæði.
• Móttaka á flugvelli erlendis.
• Aðgangur að stuðningskerfi og öryggisnet AUS/ICYE.
• Aðstoð við undirbúning ferðarinnar auk aðstoð erlendis s.s. við útvegun vegabréfsáritana ofl.
• Foreldrafræðsla fyrir foreldra sjálfboðaliðans fyrir þá sem það kjósa.
• Heimkomufundur á dvöl lokinni.
Ekki innifalið:
• Læknisvottorð.
• Bólusetningar.
• Ferðakostnaður til og frá áfangastaðar í dvalarlandi.
• Ferðir á eigin vegum.
• Dvalaleyfi/Vísakostnaður
• Sjúkra- og slysatryggingar.
*ATH: Við getum ekki borið ábyrgð á dvalaleyfi viðkomandi.
Varðandi tryggingar:
Hægt er að kaupa tryggingar í gegnum AUS hjá hinu alþjóðlega tryggingarfélagi Allianz í Berlín (þar sem við tryggjum alla þá sem fara í 6-12 mán. verkefni).
Kostnaðurinn er 8.000 kr. fyrir hvern mánuð.
Varðandi ferðakostnað:
Flug og annar ferðakostnaður er ekki inní þátttökugjöldum þar sem margir sjálfboðaliðar vilja sjálfir sjá um að finna og ganga frá sínu ferðalagi. Einnig er það betra að sjálfboðaliðinn hafi umsjón með þessu ef hann ákveður seinna að breyta sinni ferðaáætlun. Fyrir þá sem kjósa heldur að skrifstofa AUS sjái um að finna og bóka flug til áfangastaðar geta þeir óskað eftir því fyrir greiðslu kr. 9.900, – sem til fellur vegna þeirrar aukalegu vinnu sem það krefst.
ATH!
Þegar pantað er flug, vinsamlegast hafið komudag EKKI um helgi, nema að annað sé sérstaklega tekið fram af AUS skrifstofunni. Eins er gott að “googla” frí og helgidaga í því landi sem þú ætlar að ferðast til. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þú lendir á dögum þar sem allir eru í lögbundnu fríi. Skrifstofur og verkefni eru oft lokuð um helgar og á lögbundnum frídögum. Eins mælum við með því að lendingartími flugmiðans sé á dagtíma þegar komið er á áfangastað eða á milli 07:00 til 18:00.
Greiðsluskilmálar:
Greiða þarf 25.000 kr. staðfestingargjald þegar undirbúningur ferðarinnar hefst. Heildargreiðsla þarf að hafa borist að fullu mánuði fyrir brottfor. Hægt er að skipta greiðslunni niður eða greiða allt í einu inná bankareikning AUS. Staðfestingargjald er hluti af heildar upphæð.
Alþjóðleg ungmennaskipti
Kt. 560884-0369
Rn. 0301-26-204441
Muna að setja nafn og kt. sem skýringu ef borgað er af öðrum reikning og ávallt senda rafræna kvittun á aus@aus.is.
Þáttökugjöld eftir landi
Verð eru í evrum.
Land 4 vikur Hver auka vika eftir það
Argentína 520 75
Austurríki 600 50
Bólivía 550 75
Brasilía 520 80
Costa Rica 520 65
Ekvadór 4250 95
Filipseyjar 550 75
Ghana 550 60
Hondúras 520 65
Indland 550 75
Indónesía 470 70
Ítalía 670 120
Japan 1850 0
Kenía 550 60
Kólombía 520 75
Marokkó 500 60
Mexikó 520 65
Mósambík 550 60
Nepal 500 52
Nígería 500 50
Perú 520 75
Pólland 550 100
Rússland 550 100
Slóvakía 630 120
Spánn 600 75
Suður-Afríka 600 75
Tævan 500 50
Tansanía 650 75
Úganda 550 50
Víetnam 550 75