Úganda er tiltölulega lítið land miðað við önnur lönd í Afríku. Landið er staðsett í austurhluta Afríku og á landamæri við Tanzaníu, Súdan, Congó, Kenya og Rwanda. Í landinu búa um 35 milljónir manns og ríkjandi tungumál er enska, höfuðborg landsins heitir Kampala. Mikið er um náttúrufegurð í Úganda, sem dæmi má nefna Viktoríuvatn og áin Níl sem liggur í gegnum landið en bæði áin og vatnið gefa af sér frjósamt land við bakka þeirra.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Úganda með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju.

Verkefni:

Í Úganda er mikið af verkefnum í boði, meðal annars:

  • Á heimili fyrir aldraða
  • Vinna í grunnskólum og leikskólum
  • Samfélagsverkefni, reynt að hjálpa fátækum íbúum með heilsufarsvandamál, veita þeim aðgang að námi og sálfræðilega hjálp.
  • Stuðningsverkefni
  • Á heilsugæslum
  • Á munaðarleysingjaheimili
  • Í skóla fyrir blind og heyrnalaus börn
  • Í umhverfisverkefni
  • Á heimili fyrir aldraða með fatlanir
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fjölskyldur fólks með HIV/AIDS eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum fyrir munaðarlaus börn með HIV eða fórnarlömb stríðs
  • Í samtökum sem veita stuðning fyrir fátæk börn
  • Í samtökum fyrir fólk, sérstaklega konur, sem eru smitaðar af HIV
  • Dýraverkefni í kennslumiðstöð um villt dýr við Viktoríuvatn

Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á vefsíðu ICYE en einnig með því að senda tölvupóst á icye@aus.is.

Heimasíða samtakanna í landinu:

Úganda Volunteers for Peace/ U.V.P