Filippseyjar

Filippseyjar er ríki í Asíu sem samanstendur af 7107 eyjum. Kristni er stærsta trúin, og móðurmálin eru filipínó og enska.  Veðrið er frekar stöðugt yfir árið, meðalhiti 26,6 gráður á celsíus. Kaldasti mánuðurinn er í janúar en sumarið er frá Mars til Maí. Júní til Október er rigningar- og hvirfilbylatímabil.

Um 92 milljónir manna búa á Filippseyjum, sem gerir landið 12 fjölmennasta ríki í heimi. Menningin í landinu er því fjölbreytt. Vinátta og fjölskylda er mjög mikilvæg ásamt að vera trúrækin og gestrisin. Maturinn er fjölbreyttur, til dæmis mikið um svínakjöt og hrísgrjón. Eyjarnar voru um tíma spænsk nýlenda og er því hluti af menningunni undir áhrifum frá spænskri menningu.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf á Filipseyjum með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  • Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Dæmi um verkefni á Filippseyjum:

  • Kennsluverkefni
  • Vinna á skrifstofu samtakanna
  • Vinna í samtökum heyrnalausra
  • Barnaverefni
  • Vinna í skóla, t.d við enskukennslu og aðstoða við ýmis störf

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.

Tógó

Argentína

Argentína er næst stærsta landið í Suður-Ameríku og áttunda stærsta í heiminum. Buenos Aires er höfuðborgin og stærsta borg landsins. Eins og í öðrum löndum Suður-Ameríku er töluð spænska en einnig önnur evrópumál svosem ítalska, enska og þýska. Stundum er sagt að Argentínubúar tali spænsku með ítölskum hreim, en einnig er talað slangur sem er blanda af spænsku og ítölsku. Matarmenningin er blanda af pasta, rauðvíni og nautakjöti en fer líka eftir landssvæðum, til dæmis í norðurhluta landsins eru sætar kartöflur og jurtir vinsæll matur.

Argentína nær frá Andes fjöllunum í vestri og til suðurhluta Atlantshafs. Landslagið er því mismunandi.

Mikill meirihluti íbúa eiga rætur sínar að rekja til Evrópu, ólíkt öðrum þjóðum í Suður-Ameríku. Meirihluti þjóðarinn eru kaþólikkar. Fótbolti er vinsælasta íþróttin, en þjóðaríþróttinn er þó Pato sem er blanda af Póló og Körfubolta (leikmenn eru á hestum en eiga að koma boltanum í körfu). Ekki má gleyma hinum víðfræga Tangó-dansi sem á rætur sínar í Argentínu. Argentína hefur alið af sér nokkra bestu fótboltamenn heims: Lionel Messi, Diego Maradona, Carlos Tevez og Javier Zanetti.  Aðrið þekktir Argentínubúar eru Biskupinn í Róm; Frans Páfi og Che Guevera, byltingasinni.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Argentínu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

  • Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
  •  Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

  • Leikskólar
  • Skrifstofa Argentísku ICYE samtakanna
  • Vinna á ýmis konar barnaheimilum
  • Vinna með götubörnum
  • Vinna að því að styrkja börn sem eiga félagslega erfitt. Mismunandi eftir verkefnum en í því felst oft sköpun og skipulagning á „workshop“ fyrir krakkana.
  • Vinna í skólum
  • Skrifstofuvinna sem kemur að félagsþjónustu
  • Lífræn framleiðsla. Aðstoða við garðyrkjustörf sem stuðla að sjálfbærri þróun. Unnið með krökkum.

Verkefnin í Argentínu má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér.

Gistiaðstaða:

Sjálfboðaliðarnir gista saman í þar tilgerðum sjálfboðaliðahúsum nálægt þeirra verkefni. Ef að sjálfboðaliðahúsin eru full þá gista þeir á hostelum eða host-fjölskyldum.

Til viðmiðunar: Samkvæmt reiknivél Velferðarráðuneytis fyrir neysluviðmið (Reiknivélina má finna með því að smella hér) er mun dýrara að lifa á Íslandi í ár heldur en að gerast sjálfboðaliði með AUS.

Myndband frá einu verkefni í Argentínu

Hér má sjá myndband frá verkefninu Uniendo Caminos – A city for everyone

Heimasíða samtakanna í landinu:

Subir al sur:  http://www.subiralsur.org.ar/

Bólivía

Bólivía er land í miðri Suður-Ameríku og er landlukt land, með landamæri að Brasilíu, Perú, Chile, Paragvæ og Argentínu. Stór hluti landsins liggur í Andes fjallgarðinum. Bólivía er eitt af fátætustu löndum í Suður-Ameríku þar sem um 60% þjóðarinnar býr við fátækt. Landið var lengi spænsk nýlenda og þar er spænska opinbert tungumál ásamt 36 öðrum tungumálum þjóðflokka.
Menning í Bólivíu er fjölbreytt en á rætur sínar að rekja til mismunandi þjóðflokka en einnig er menningin undir áhrifum annarra landa í Rómönsku Ameríku sem og spænskrar menningar eftir að hafa verið nýlenda. Mikil þjóðtrú er í landinu, með ýmsum fornum sögum og hjátrú.
Alpaca er líklega það dýr sem flestir tengja við Bólivíu en í landinu má finna mjög fjölbreytt dýralíf. Landslagið er einkar fallegt og fjölbreytt, þar sem landið nær frá hálendi til láglendis. Hinar vinsælu saltsléttur er líklegast þekktasti ferðamannastaðurinn í Bólivíu ásamt dauðaveginum sem margir hjóla. Mikið er um fornar rústir og er saga landsins merkileg.

Hvernig fer ég þangað:

Sjálfboðaliðastörf í Bólivíu með AUS eru í boði í gegnum Steps og Long term verkefnin.

• Steps verkefnin eru í boði í 2 til 16 vikur og hefjast flest alla mánudaga.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Lengri tíma verkefnin í Bólivíu er ótrúlega mörg, spennandi og fjölbreytt. Styttri tíma verkefnin eru færri. Nokkur dæmi um verkefni eru:

  • Mannréttindaverkefni
  • Vinna á skrifstofu ICYE í Bólivíu
  • Munaðarleysingjaheimili
  • Heilsuverkefni
  • Verkefni með þroskahömluðum
  • Samfélagsverkefni
  • Listaverkefni
  • Vinna með heimilislausum
  • Vinna með öldruðum
  • Vinna með minnihlutahópum
  • Kvennaverkefninum

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

Japan

Japan er ríki í Asíu og er samansafn af 4 eyjum sem liggja milli Kyrrahafs og Japanshafs. Eyjurnar heita Hokkaido, Honshu, Kyushu og  Shikoku. Eyjurnar liggja nálægt ströndum Kína og Kóreuskagans. Í Japan búa um 127 milljónir manna en landið er þrefalt stærra en Ísland, eða um 377,835 ferkílómetrar. Móðurmálið er Japanska, gjaldmiðillinn Yen og höfuðborgin er Tókýó.

Veðrið í Japan er fjölbreytt og breytist frá því hvar þú ert í landinu þar sem eyjaklasinn er langur og mjór. Japan hefur 4 árstíðir, byrjun sumars er í Júní og rignir þónokkuð fram til mitt sumar. Eftir sumarrigningarnar verður nokkuð heitt, á bilinu 25-25 gráður á celsíus og nær heitasti tíminn fram í September. Haustin er nokkuð mild og góð en það snjóar á veturnar  á sumum stöðum í Japan og veturnir eru nokkuð líkir Íslandi.  Vorið er svo frá mars til maí.

Landslagið í Japan er ef til vill ekki svo ólíkt Íslandi, nokkuð harðgert og fjalllent, mikið af eldfjöllum og nokkur þeirra eru virk. Mikið er um smærri jarðskjálfta. Landið er nokkuð öruggt í samhengi við glæpatíðni en óöruggt þegar rætt er um náttúruhamfarir; óvæntar flóðbylgjur og flóð, fellibylir, jarðskjálftar og skriðuföll.

Samkvæmt stjórnarskrá Japans ríkir trúfrelsi í landinu og margir Japanir telja sig ekki vera trúaða þó menning og daglegt líf sé undir áhrifum trúarinnar. Þjóðartrúin er Sjintó og eru um helmingur þjóðarinnar fylgjandi henna. Sjintó er fjölgyðistrú með um 8 milljón guði. Um 44% þjóðarinnar eru fylgjendur Búddisma.

Í Japan er þingbundin konungsstjórn, það er að segja að í landinu er keisarafjölskylda sem hefur þannig lagað engine völd en þar er lýðræðislega kjörið þing sem fer með ríkisstjórn.

Japönsk menning hefur þróast að einhverju leiti frá Kínverskri fornmenningu en þar sem landið var lengi lokað af þróaðist einstök menning í landinu. Japanir setja aðra en sjálfa sig í fyrsta sæti og sátt og samlynd er þeim mjög mikilvæg. Því gera þeir ekki hluti sem valda öðrum óþægindum og virða mikið að vera partur af hópi, t.d. í skóla, fjölskyldu eða á vinnustað.Japanir kvarta ekki beint heldur vilja að aðrir taki eftir vandamálinu. Þeir virða líka mikið þá sem eru eldri, þó það muni aðeins einu ári  í aldri.

Matarmenning Japana er ólík öðrum. Við upphaf og enda máltíðar þakka þeir öllum sem hafa komið að máltíðinni, t.d. bóndanum, kokkinum, náttúrunni o.fl. með orðum. Það er ósíður að skilja eftir mat og að vera matvandur og borða bara sumt. Grænmetisætur er sjaldgæf sjón í Japan.

Hvernig fer ég þangað:
Sjálfboðaliðastörf í Japan með AUS eru í boði í gegnum Long term verkefnin.
• Lengri tíma verkefnin eru í boði í 6 eða 12 mánuði og er brottför í janúar og ágúst á ári hverju

Verkefni:

Í Japan eru nokkur verkefni í mismunandi flokkum á mismunandi stöðum í Japan. Flokkarnir eru:

  • Dýraverkefni
  • Vinna á bóndabæjum
  • Vinna með öldruðum
  • Vinna á frístundaheimili
  • Vinna í skóla

Meira um verkefnin má finna á gagnagrunni ICYE með því að smella hér

í landinu:

Heimasíða ICYE Japan