Aðalfundur AUS verður haldinn rafrænt 27. janúar kl 18.00.
Við hvetjum alla félagsmenn til að koma á aðalfund.
Við erum að leita að tveimur einstaklingum til að koma í stjórn með okkur. Við erum að leita að meðstjórnanda sem gæti haft áhuga á því að sinna t.d. markaðsmálum, styrkingu mentorakerfis eða að því að skapa og mynda tengsl við ný verkefni innanlands í samstarfi við skrifstofu og aðra stjórnarmeðlimi.
Dagskrá fundar:
-
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
-
Kosning kjörnefndar.
-
Skýrsla stjórnar kynnt og rædd.
-
Reikningar síðasta árs lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.
-
Starfsáætlun og rekstraráætlun lagðar fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.
-
Mögulegar lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
-
Hugsanlegar ályktanir/ tillögur kynntar og ræddar.
-
Aðalfundur leysir stjórn undan ábyrgð.
-
Kosning stjórnar.
-
Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna.
-
Önnur mál.
Vegna samkomutakmarkana vegna COVID-19 verður fundurinn haldinn á netinu. Viðburður fyrir fundinn er á facebook þar sem hlekkur fyrir fundinn og aðrar upplýsingar eru. Nánari upplýsingar og umræður fyrir fund má finna þar, en einnig má hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst.
Fyrir hönd stjórnar
Ragnhildur Einarsdóttir
Formaður